Snyrtivöruheimurinn er auðvitað ákveðinn frumskógur fyrir leikmann enda nánast allt í boði en oft fáum við bestu ráðin frá kynsystrum okkar sem eru búnar að prófa sig áfram og hafa dottið niður á eitthvað geggjað.

Því spurðum við nokkrar glæsilegar konur sem sannarlega vita sínu viti þegar að útlitinu kemur, hvað þær nota á varirnar. Við hinar getum svo skoðað svörin og prófað okkur áfram hvað hentar okkur, næst þegar fjárfesta á í varalit eða glossi.

Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður vill hafa varirnar alveg ljósar og hefur fundið þrjá glossa sem henta sér.

Alveg ljósar og vel nærðar varir

„Ég er oftast með varirnar alveg ljósar og vill að varaliturinn sé nærandi, pínu eins og varasalvi. Ég notaði sama glossinn frá L‘oreal í mörg ár eða þangað til hann hætti í framleiðslu og hef verið í góðan tíma að finna nýjan uppáhalds. Þessir þrír eru allir í töskunni minni núna og hafa allir þessa eiginleika sem ég vil og eru ekki klístraðir.“

NYX #this is everything varaolía Olían veitir æðislega áferð, er nærandi og fullkomin þegar það fer að kólna.
Maybelline 50 BADDEST BEIGE

"Glossinn er með fallegan beige tón og veitir hinn fullkomna „nude“ tón."

GUERLAIN varalitur Rouge G refill nr 520

"Þessi varalitur lítur út fyrir að vera skær appelsínugulur en er eiginlega alveg glær þegar hann er kominn á. Ég féll alveg fyrir umbúðunum eða hulstrinu en þegar maður opnar það, opnast lítill spegill. Þú velur þér umbúðir í lit sem þig langar í og svo kaupir maður áfyllingar á sama hulstur, getur skipt um lit en átt alltaf sama hulstur."

Steinunn Edda Steingrímsdóttir förðunarfræðingur og flugfreyja segist alltaf hafa verið hrifnari af glossum en varalitum og er alltaf með tvo í veskinu.

Vill frískar og fallegar varir

„Ég hef alltaf verið hrifnari af glossum heldur en varalitum. Ég fíla glansinn og næringuna sem þeir gefa í leiðinni og finnst ég einhvern veginn frísklegri með gloss og varirnar fallegri. Það eru tveir glossar sem ég á alltaf í veskinu og nota nánast daglega saman eða sitt á hvað.

Steinunn notar Clarins Instant Light Natural Lip Perfector glossinn í lit númer 2.

"Það er annars vegar ,,Instant Light Natural Lip Perfector” glossinn í lit númer 2 frá Clarins. Þessir glossar eru óheyrilega mjúkir í túpu sem fer vel í veski og vasa. Glossinn kreistist fram í litinn svamp sem gerir ásetningu ótrúlega þægilega. Ég er hrifin af lit númer 2 því hann er svona hlutlaus ljós litur sem ég heillast alltaf að, hann kaupi ég oftast um borð í vélum Icelandair í Saga Shop eða í Hagkaup."

Lip injection Extreme frá Too Faced.

"Hinn glossinn sem ég elska ofboðslega mikið er ,,Lip injection Extreme” frá Too Faced. Hann er svokallaður „plumper” sem ertir varirnar örlítið svo þær virka aðeins stærri og þrýstnari. Hann er alveg glær svo ég nota hann óspart einan og sér eða undir aðra liti. Þennan kaupi ég í snyrtivöruversluninni Sephora."

Elísa­bet Gunnars­dóttir eig­andi Trend­nets á það til að setja að­eins á sig vara­lit eða gloss og bíður spennt eftir jóla­t­rendi hvers árs, rauðu vörunum.

Oft ómáluð með varalit eða gloss

„Ég er ein þeirra sem nota oft á tíðum eingöngu varalit eða gloss þegar ég fer út úr húsi. Það er á þeim dögum þegar ég hendi hárinu upp í snúð og fer ómáluð í notalegum gír frá heimilinu en nota samt smá lit á varirnar. Finnst það gera svo mikið. Nú er sá tími árs að ég er alltaf með varasalva á mér því kuldinn veldur varaþurrk, örugglega margir sem tengja við það. Það er líka sá tími árs að ég fer að færa mig yfir í rauðari varir og hlakka á sama tíma til jólanna, rauðar varir í desember er allavega trend sem fellur aldrei úr tísku. Við erum alveg að koma þangað, mikið finnst mér tíminn líða hratt!

Ég festist ekki beint við merki þegar kemur að varalitum og er alltaf að prufa eitthvað nýtt. En ef mér líkar vel við eitthvað, kaupi ég það aftur. Varasalvar aftur á móti er eitthvað sem ég kaupi alltaf frá sömu merkjum og ég sé, þegar ég fer að skoða málið, að ég er að velja íslenskt, sem er ekki verra.“

BLÁA LÓNIÐ varasalvi

"Ég hef keypt sama varasalvann í örugglega 10 ár frá Bláa Lóninu, finnst hann alltaf bestur."

JÖKLAMÚS

"Ef ég er virkilega slæm af varaþurrk þá nota ég þetta töfrakrem frá Jöklamús sem er algjör nauðsyn á veturnar á mitt heimili. Við notum það öll í fjölskyldunni."

KARL LAGERFELD x Loréal

"Ég tryllist smá yfir samstarfi Loréal við Karl Lagerfeld heitinn. Þetta er vörulína sem hann vann með snyrtivörurisanum rétt áður en hann lést og hún var að fara í sölu núna um mánaðarmótin. Ég myndi velja rauða varalitinn í tilefni þessa tímabils."

MAC Velvet Teddy
MAC Brave

"Ég á alltaf matta varaliti frá MAC í töskunni, þennan sem þú grípur í hversdags allt árið um kring. Ég get mælt með litunum „Velvet teddy” eða „Brave” sem ég á sjálf til þessa stundina."

Hafdís Helgudóttir Hinriksdóttir félagsráðgjafi, áfallaþerapisti og förðunarfræðingur kann svo sannarlega öll skrefin að fallegum vörum.

Á alltaf góða primera og blýanta

„Ég er mjög gjörn á að fá varaþurrk, sérstaklega þegar það fer að kólna úti svo það skiptir mig miklu máli að eiga góða varasalva sem næra varirnar og mýkja."

Fresh Sugar.

"Uppáhalds varasalvarnir mínir eru Fresh Sugar varasalvarnir sem ég kaupi í Bandaríkjunum, þeir eru algjör bomba."

Varagaldur frá Villimey.

"Svo finnst mér ómissandi að eiga varagaldur frá Villimey sem ég nota líka yfirleitt áður en ég fer að sofa og læt malla á vörunum yfir nótt."

Primerar og blýantar

„Yfirleitt fara varalitir og glossar með sterkum litum að „blæða“ hjá mér og því er ótrúlega mikilvægt að ég noti vörur sem halda varalitnum á þeim stað sem ég vil hafa hann. Ég á alltaf góða primera og blýanta sem vinna galdra í þeim efnum.“

Urban Decay Ultimate Ozone.

„Ég nota þennan gríðarlega mikið, set hann yfir allar varirnar og læt hann þorna.“

Dior Contour Universal Lip Liner.

„Því næst set ég þennan í kringum varirnar, það skiptir ótrúlega miklu máli að teygja á húðinni til að slétta úr öllu, þannig fer formúlan inn í allar fínar línur og sléttir úr. Passa að setja út fyrir varirnar til að loka vel.“

Varalitablýantar

„Því næst set ég varalitablýant í þeim lit sem ég kýs hverju sinni, ég er svakalega hrifin af blýöntunum m.a. frá þessum merkjum: MAC, Lancome og Tilbury.

Glossar

„Ég á alltaf nóg af glossum sem ég nota bæði dagsdaglega og þegar ég er að fara eitthvað fínna og eru nokkrir í uppáhaldi.“

Lancôme L'Absolu.
Nars Lip gloss.
Mac Lip glass.

Varalitir

"Svo þegar ég er í stuði þá finnst mér æðislegt að setja á mig varaliti, ýmist frá nude litum og alveg upp í dökka berja liti. Hér eru þeir sem ég elska mest."

MAC Creme Sheen.
MAC Diva.