Lífið

Hvað býr að baki ráð­gátunni um Y­anni og Laurel?

Stuttur tölvugerður hljóðbútur gengur nú um Internetið sem sem hefur skapað mikinn klofning á meðal fólks sem á hann hefur hlustað. Fólk heyrir annaðhvort nafnið „Yanny“ eða „Laurel“. Fræðimenn víða um heim hafa nú reynt að útskýra ráðgátuna með ýmsum leiðum.

Skjáskot úr myndbandi þar sem hægt er að hlýða á hljóðbútinn. Heyrir þú Yanni eða Laurel?

Stuttur tölvugerður hljóðbútur gengur nú um Internetið sem sem hefur skapað mikinn klofning á meðal fólks sem á hann hefur hlustað. Ekki hefur álíka klofningur myndast um eitt málefni á Internetinu síðan víðfrægur kjóll fór víða árið 2015 og fólk gat ekki sammælst um hvort kjóllinn væri gylltur að lit eða blár. Fjallað var um málið í Glamour fyrr í dag. 

Hljóðbúturinn birtist fyrst í umræðu á Reddit og virðist fólk heyra annaðhvort nafnið „Yanny“ eða „Laurel“. 

Hægt er að hlusta á hljóðbútinn hér að neðan. 

Álíka skynvillur að finna víða

Nú hefur sálfræðiprófessorinn David Alais við háskólann í Sydney í Ástralíu lagt orð í belg. Hann segir hljóðbútinn dæmi um „tvíræða skynjunarörvun“ eða „perceptually ambiguous stimulus“ á ensku, og bendir á önnur svipuð dæmi um álíka skynvillur svo sem Necker kubbinn eða skynvillu þar sem fólk sér annaðhvort vasa eða andlit úr mynd.  

„Hægt er að túlka ákveðna hluti sem fólk sér og heyrir á ólíka vegu og hugurinn fer oft fram og til baka á milli tveggja túlkana. Það gerist vegna þess að heilinn getur ekki ákveðið fasta túlkun. Ef um litla tvíræðni er að ræða, festir heilinn sig við eina skyntúlkun. Hér, í dæmi Yanni og Laurel, er hljóðinu ætlað að vera tvírætt vegna þess að þegar þú segir bæði Yanni og Laurel er tímasetning svipuð í framburði og að sama skapi er orkan sem fer í að segja það svipuð. Þessu er því í meginatriðum ætlað að vera ruglandi fyrir hlustandann,“ segir Alais í viðtali við Guardian.

Alais segir þetta varpa ljósi á það hvernig heilinn túlkar það sem hann sér og heyrir hverju sinni og þannig sé heimurinn ekki eins hlutlægur og við viljum halda.

Aldur hefur áhrif á heyrn

Alais segir að þegar hann hlustar, og eflaust margir aðrir, þá heyri hann í öllum tilfellum Yanny, án nokkurrar tvíræðni. Hann segir að það geti verið tvær ástæður fyrir því. Sú fyrri er aldur hans, en hann er 52 ára. Eftir því sem fólk eldist þá minnkar geta fólks til að heyra hærri tíðnir. Sú seinni er framburður en framburðurinn er bandarískur og því að einhverju leyti frábrugðinn þeim framburði sem hann þekkir í Ástralíu.

Í grein Guardian er einnig rætt við Lars Riecke sem starfar við hugræn taugavísindi við Maastricht háskólann í Hollandi. Hann tekur undir orð Alais og segir að ólík túlkun fólks á orðunum megi rekja til getu þeirra til að heyra ákveðnar tíðnir en bætir við að það gæti einnig tengst uppbyggingu eyrna fólks og hvað fólk býst við því að heyra.

Aðrir fræðimenn sem rætt er við í greininni benda einnig á að þegar heilinn er óviss með túlkun þá geti það haft áhrif að horfa á nöfnin á sama tíma og hlustað er. 

Til að eyða óvissunni þá velji heilinn hreinlega fyrirfram það sem hann vill heyra. Þá getur einnig haft áhrif ef manneskjan sem hlustar þekkir einhvern sem heitir annaðhvort Laurel eða Yanni

Í umræðum á Reddit og Twitter er fólk mikið að velta því fyrir sér hvað geti haft áhrif og hefur gert ýmsar tilraunir með hljóðbútinn eins og að stilla bassa eða hljóðstyrkinn þegar hlustað er.

Í myndbandi sem birt var á YouTube í gær reyna vísindamennirnir Mitchell Moffit og Gregory Brown frá Kanada að leysa gátuna um Yanni og Laurel. Þar kemur fram að um 47 prósent sem hlusta heyra Yanny og 53 prósent heyra Laurel. Þeir segja að margt geti haft áhrif og benda meðal annars á að ef þú veist ekki fyrirfram hvort þú eigir að heyra Yanni eða Laurel þá geturðu heyrt bæði nöfnin. 

Hægt er að horfa á myndbandið þeirra hér að neðan.

Í myndbandinu hér að ofan er vísað í tilraun mannsins Steve Pomeroy sem hækkaði og lækkaði tíðni hljóðbútsins þannig hægt er að heyra bæði Yanni og Laurel. Hægt er að hlusta á það hér að neðan. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Kostnaður af lélegri svefnheilsu á við nýtt sjúkrahús

Lífið

Þörf fyrir fræðslu um svefn í skólum

Lífið

Skúli Mogen­sen og Gríma Björg á Sálna­safni

Auglýsing

Nýjast

Breyting á klukku myndi bæta svefn

Fimm hlutu Fjöru­verð­launin í Höfða

Kitla Ari­önu fyrir nýjasta lagið vekur blendin við­brögð

Gefur vís­bendingar um bar­áttuna gegn Thanos

Eddi­e Murp­hy mætir aftur sem afríski prinsinn

Fræga fólkið í dag og fyrir tíu árum

Auglýsing