„Við upp­lifum okkur öll hérna á Húsa­vík sem sigur­vegara í gær,“ segir Kristján Þór Magnús­son, sveitar­stjóri Norður­þings, um Óskars­verð­launa­há­tíðina í gær­kvöldi

Tölu­verður fjöldi ferða­manna var á Húsa­vík um helgina, inn­lendir sem er­lendir, bið­röð í sjó­böðin, mikið að gera í hvala­skoðun og á veitinga­húsum. Lögðu margir leið sína á rauða dregilinn, sem heima­menn telja líkur á að verði vin­sælasti sjálfu­mynda­töku­staður landsins - á eftir gossvæðinu í Geldinga­dölum.

Kristján Þór sveitar­stjóri segir á­nægju­legt að Óskar­s­á­huginn sé strax farinn að skila sér fyrir Hús­víkinga. „Það var mjög mikið að gerast hér miðað við CO­VID stöðuna. Það var fullt af fólki í bænum og auð­vitað allir að passa sig en miklu fleiri hér en heima­menn, það var alveg aug­ljóst og bara skemmti­legt,“ segir hann.

Að­spurður segir Kristján Þór að bæjar­búar séu í spennu­falli eftir at­burði næturinnar. „Þetta er búin að vera ó­trú­leg törn ein­hvern­veginn. Núna ætlum við að taka okkur tvo þrjá daga að­eins í að sofa og slaka að­eins á. Svo ætlum við auð­vitað að setjast yfir þetta og gera að­eins upp þetta ferli, innsta kjarnann í því, fara yfir stöðuna og ráða ráðum okkar um það hvernig við byggjum ofan á þetta og nýtum okkur þetta núna í fram­haldinu fyrir sumarið.“

Og kannski kanna hvað fór úr­skeiðis á verð­launa­af­hendingunni í gær?

„Já, við verðum náttúru­lega að gera skýra kröfu á akademíuna um að sýna fram á að ekkert kosninga­svindl hafi orðið þarna í Banda­ríkjunum,“ svarar Kristján hlæjandi í gríni og í­trekar síðan að Hús­víkingar upp­lifi sem allir sem sigur­vegara þótt lagið um Húsa­vík hafi ekki hreppt Óskars­verð­laun

„Þetta var glæsi­legt at­riði og vakti mikla at­hygli. Við erum bara hæst­á­nægð með þetta,“ segir sveitar­stjóri Norður­þings.

„Við ætlum að vinna með þetta klár­lega í ferða­þjónustunni í sumar, rauða dregilinn eitt­hvað vel inni í haustið, loka götum hérna og taka skemmti­legar helgar.“