Nú geta allir fundið sitt innra jólabarn því nú er hægt að leigja húsið úr kvikmyndinni Aleinn heima, eða Home Alone, á Airbnb. Eins og flestir vita breytti Kevin McCallister húsinu í eina stóra gildru fyrir innbrotsþjófa þegar hann var óvart skilinn eftir aleinn heima á jólunum í kvikmyndinni frá 1990.

Húsið er staðsett í úthverfi Chicago-borgar í Bandaríkjunum og hafa eigendurnir reglulega þurft að biðja ferðamenn um að láta sig í friði.

Það þarf að passa sig á fötunni í stiganum.
Mynd/Airbnb

Það er enginn annar en leikarinn Devin D. Ratray, sem lék Buzz, stóra bróður Kevin í myndinni, sem sér um að leiga út eignina. Buzz lýsir henni sem hentugri fyrir fjóra gesti, tveggja svefnherbergja og einu og hálfu baðherbergi. Ekki sést á myndunum hvað hann meinar með þeim baðherbergjafjölda.

Buzz tekur ekki fram hvort hoppa megi á rúminu en hann tekur fram að tarantúlan hans fylgi með.
Mynd/Airbnb

Opnað verður fyrir bókanir 7.desember, á þriðjudaginn í næstu viku, fyrir eina nótt 12.desember. Allt það helsta fylgir með, meira að segja styttan fyrir utan sem allir rákust í.

Hér má skoða húsið á vef Airbnb.