Lyn­ne Mis­hele, eig­andi hússins sem leik­konan Anne Heche keyrði á í síðustu viku með skelfi­legum af­leiðingum, hefur opnað sig um at­burðinn.

Mis­hele setti inn mynd­band á sam­fé­lags­miðilinn Insta­gram, þar sem hún sendir sínar dýpstu sam­úðar­kveðjur til vina og ættingja Heche.

„Hæ, þetta er Lyn­ne Mis­hele. Fréttirnar af and­láti Anne Heche eru skelfi­legar. Fjöl­skylda hennar og vinir, og sér­stak­lega börnin hennar, hafa orðið fyrir miklum missi. Hugur minn er hjá þeim. Þessar að­stæður eru hörmu­legar og ég á í raun engin orð. Ég sendi ást mína til allra þeirra sem eiga hlut í máli,“ segir Mishele.

Heimili Mis­hele er í hverfi sem heitir Mar Vista í Los Angeles í Kaliforníu, skammt frá Santa Moni­ca, Venice Beach og Marina Del Ray svæðinu.

Að sögn bandarískra fjölmiðla fór bif­reið Heche næstum því í gegnum húsið, og þegar lög­reglu og við­bragðs­aðilum bar að garði var bifreiðin alelda.

Þá hefur verið greint frá því að það hafi tekið tæp­lega sex­tíu slökkvi­liðs­menn yfir klukku­tíma að slökkva eldinn og ná Heche út úr bílnum.

Mis­hele var heima þegar áreksturinn varð og þykir það með ó­líkindum að hún hafi sloppið ómeidd.

Áreksturinn varð í Mar Vista hverfinu í Los Angeles í Kaliforníu.
Mynd/Google Maps