Husa­vik - My Home Town úr myndinni Euro­vision Song Con­test: The Story of Fire Saga, vann ekki óskarsverðlaun í kvöld sem besta upp­runa­lega lag í kvik­mynd.

Það var lagið Fight for You, úr myndinni Judas and the Black Messiah sem hreppti styttuna eftirsóttu.

Allt á suðupunkti á Húsavík

Vonbrigðin hljóta að vera töluverð á Húsavík því mikið hefur gengið á hjá Húsvíkingum frá því áður en lagið var tilnefnt til verðlaunanna en bæjarbúar settu af stað sína eigin Óskars­her­ferð í þeim til­gangi að hvetja Óskar­sakademíuna til að til­nefna lagið.

Þegar það var í höfn héldu Húsvíkingar áfram og næsta herferð snérist um að skila Óskarnum alla leið í höfn.

Húsvíkingar fengu svo óvænt hlutverk í verðlaunahátíðinni sjálfri því flutningur sau­tján stúlkna frá Húsa­vík og sænsku söng­konunnar Molly Sandén var flutt fyrir heimsbyggðina á hátíðinni en vegna sótt­varnar­reglna á há­tíðinni gat söngkonan sænska ferðast ekki til Bandaríkjanna til að flytja lagið á hátíðinni.

Hin lögin sem voru tilnefnd eru: Fight for You, úr myndinni Judas and the Black Messiah, Hear My Voice, úr myndinni The Trial of the Chicago 7, Io Si (Seen), úr myndinni The Life Ahead og að lokum Speak Now, úr myndinni One Night in Miami.

Hér má horfa á sigurlagið.

Fight for You úr myndinni Judas and the Black Messiah

Atriði Mollyar og stúlknakórsins sem tekið var upp á Húsavík sló algerlega í gegn.

Husa­vik - My Home Town

Íslendingar fóru tómhentir frá Hollywood

Kvik­mynda­gerðar­maðurinn Gísli Darri Hall­dórs­son fékk heldur ekki Óskarinn fyrir stutt-teikni­myndina Já-fólkið sem hann vann á­samt Arnari Gunnars­syni. Það var myndin If Anything Happens I Love You frá Netflix sem hlaut verðlaunin í þeim flokki.

Gísli Darri er staddur í Los Angeles og var viðstaddur hátíðina í kvöld.

Ólafur Darri Var hæstánægður að vera tilnefndur.
Fréttablaðið/Getty.