Húsavík rýkur upp bæði á vinsældarlistum og í leitarvélum. Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út á Netflix nú fyrir helgi.

Myndin, með Will Ferrell og Rachel McAdams í aðahlutverki, fjallar um íslenska söngvara sem dreyma um að vinna Eurovision. Myndin gerist að stórum hluta í Húsavík og er lokalagið óður til bæjarins.

Fjöldi þeirra sem hefur leitað að Húsavík á Google hefur aukist mikið frá því að kvikmyndin kom út.

Lagið Husavik, sem sænska söngkonan Molly Sandén syngur, er nú í topp 10 lista á heimsvísu á iTunes.

Myndin hefur hlotið misgóða dóma en hún virðist þó vera vinsælli meðal áhorfanda en gagnrýnanda. Hún er enn ofarlega á vinsældalista Netflix þessa stundina og númer eitt á vinsældastlista Íslands.