Sau­tján stúlkur frá Húsa­vík og sænska söng­konan Molly Sandén, hafa flutt lagið Husavik fyrir heimsbyggðina og óhætt er að fullyrða að þær hafi verið landi og þjóð til sóma.

Eins og al­þjóð veit er lagið úr Euro­vision myndinni til­nefnt til Óskars­verð­launa. Venja er að lög sem til­nefnd eru séu flutt á sjálfri verð­launa­há­tíðinni en vegna sótt­varnar­reglna á há­tíðinni gat söngkonan sænska ekki ferðast til Bandaríkjanna til að flytja lagið á hátíðinni.

Af viðbrögðun á Twitter er ekki annað að sjá en flutningurinn fái góðar móttökur.