Húsin sem kallast Add a room eru dönsk einingahús hönnuð af einum helsta arkitekt Danmerkur Lars Frank Nielsen. Samkvæmt markaðsstjóra Add a room hér á landi, Ylfu Björgu Jóhannesdóttur eru húsin, sem eru úr timbri, byggð innandyra og tekur smíðin um þrjá mánuði. „Húsin eru viðhaldslítil og standast íslenska veðráttu sem og allar íslenskar byggingakröfur og staðla. Einingarnar koma í heilu lagi og eru fullbúnar að innan sem utan.“

Hægt er að bæta við húsið útieldhúsi, saunu, palli og fleiru.

Auðvelt að færa húsin milli staða

Ylfa segir húsin hugsuð bæði sem sumarhús, sem viðbót við sumarhús og sem aukaíbúð inni í borg. „Þau geta einnig verið sniðug lausn fyrir þá sem vilja búa í litlu rými, „Tiny home“ lífstíll. „Okkur dreymir um að borgaryfirvöld komi einhvern tíma með þá hugmynd að úthluta lóðum sérstaklega fyrir svona lítil einingahús.“ Húsin koma í fimm stærðum, frá 10 og upp í 30 fermetra og er auðvelt að bæta við húsi ef hugmyndin er að stækka við sig. „Húsin eru með innbyggðum krókum svo auðvelt er að færa þau á milli staða. Húsin koma með þremur tengimöguleikum sem gerir fólki kleyft að stækka húsið eftir sínu höfði. Hægt er að byrja á einni einingu og bæta fleirum við seinna. Ylfa segir helsta kost húsanna vera að þau komi tilbúin til landsins, hönnunin sé falleg, gæðin mikil og þau henti íslenskri veðráttu vel og þannig sé viðhaldið í lágmarki.

Stórir gluggar og rennihurð á heilli hlið opna rýmið og gera það bjartara.

Ráð fyrir lítil rými

Þegar kemur að því að innrétta lítil rými segir Ylfa ýmsar lausnir vera í boði. „Gott er að velja hluti sem hafa tvenns konar notkunarmöguleika, t.d. borð sem er líka hirsla, snagabretti sem er líka hilla og svefnsófi. Svo er um að gera að hengja allt upp á vegg sem hægt er og notast við vegghirslur. Stórir speglar á veggjum láta rýmið virðast stærra og hjólaborð geta einnig verið gagnleg í litlum rýmum svo eitthvað sé nefnt.

Gott er að velja borð sem einnig er hirsla og stóla sem má stafla upp.
Þegar kemur að því að innrétta lítil rými eru ýmis góð ráð í boði. Til dæmis er tilvalið að hengja upp allt sem hægt er og hafa svefnsófa í stofunni.
Vatnslagnir fylgja húsinu ef það er pantað með eldhúsið og/eða baði.
Svefnherbergið er lítið en huggulegt.

Nánari upplýsingar um húsin má finna á:

facebook: https://www.facebook.com/Addaroomisland/

instagram: addaroomisland

Áhugasamir geta jafnframt haft samband í gegnum netfangið [email protected]