Fimm her­bergja hús sem er nú til sölu á rúm­lega tvö hundruð milljónir í bænum Pinner í Bret­landi hefur vakið mikla at­hygli þar sem að gífur­legur fjöldi inn­stungna er í hverju her­bergi. Hand­rits­höfundurinn Toby Davies vakti at­hygli á húsinu á Twitter og hafa margir lýst undrun sinni yfir fjölda inn­stungna.

Á síðu fasteignarsölunnar fyrir húsið kemur ekkert fram um inn­stungurnar þrátt fyrir að það sé erfitt að taka ekki eftir þeim út frá myndunum. Þá er einnig á­huga­vert að einu her­bergin sem ekki eru með mikinn fjölda inn­stungna eru eld­húsið og bað­her­bergin en það eru þau her­bergi sem fólk er lík­legast til að nota raf­tæki.

Miklar vanga­veltur hafa komið upp um af hverju þörf væri á svona mörgum inn­stungum og hafa sumir stungið upp á að heimilið hafi verið notað til kanna­biss ræktunar. Þá hafa ýmsir velt fyrir sér hver raf­magns­reikningurinn væri. „Það er eins og húsið sé með hlaupa­bólu,“ skrifar einn Twitter notandi en auk inn­stungnanna eru fjöl­mörg loft­ljós í her­bergjunum.