Kynningar

Hús með öllu í fyrsta sinn á Íslandi

Húseining í Vogum framleiðir glæsileg einbýlis-, eininga- og sumarhús. Húsin afhendast að öllu leyti fullbúin og hægt að flytja inn í þau strax. Verðið kemur þægilega á óvart.

73m2 heilsárshús með verönd og steyptum sökkli kostar aðeins 24,6 milljónir. MYND/EYÞÓR

Húseining er í fararbroddi þegar kemur að íslenskri framleiðslu heilsárshúsa sem eru í senn falleg, vönduð, traust og standast íslenskar aðstæður, veður og vinda,“ segir Kjartan Ragnarsson, framkvæmdastjóri Húseiningar.

„Við framleiðum einbýlishús og sumarhús, allt að 120 fermetra stærð í verksmiðju. Húsin afhendast fullbúin frá A til Ö með öllum innréttingum, heimilis- og hreinlætistækjum, gólfefnum, rafmagni, hitakerfi og vatnskerfi, en aldrei fyrr hefur verið boðið upp á slíka möguleika hér á landi,“ upplýsir Kjartan.

Verksmiðja Húseiningar er einstök á landsvísu og býður upp á bestu aðstæður sem völ er á til framleiðslu tilbúinna húsa.

„Húsasmíði Húseiningar markar tímamót á íslenskum húseignamarkaði. Húsin eru alfarið byggð innanhúss og þegar þau eru tilbúin til afhendingar eru þau hífð upp á flutningavagn inni í verksmiðjunni. Húseining framleiðir einnig húseiningar fyrir allar stærðir einbýlishúsa.“

Flutt inn á tveimur dögum

Húsið sem hér sést á myndum er 73 fermetra heilsárshús með verönd, samtals 101 fermetri. Það kostar 24,6 milljónir króna, með teikningum og forsteyptum sökkli.

„Eftir að húsið kemur heim til kaupanda síns er hægt að flytja inn í það á aðeins tveimur dögum, enda allt til reiðu og aðbúnaðurinn glæsilegur. Þetta er gríðarleg breyting frá því sem áður var með ný einbýlishús og þetta býður enginn nema við í Húseiningu,“ segir Kjartan.

„Verðið er ótrúlega gott því hagræðing við smíðarnar er svo mikil. Við vöndum til allra verka og útkoman er ómótstæðileg í nýju, sterku og fallegu einbýli,“ segir Kjartan sem býður alla áhugasama velkomna í heimsókn í verksmiðju Húseiningar í Vogum.

„Í smíðum þessa dagana eru mörg einbýlishús í einingum, þar af 93 fermetra hús fyrir danska fjölskyldu sem ætlar að setja það upp í Borgarfirðinum og sjón er svo sannarlega sögu ríkari.“

Gott hús og hagstætt verð

Kostir þess að framleiða fullbúið hús í verksmiðju, tilbúið til flutnings, samanstanda af fjórum lykilþáttum:

1. Húsið er framleitt við bestu aðstæður, sérstaklega með tilliti til veðurs.

2. Á byggingarferlinu fer enginn tími til spillis í ferðir starfsmanna.

3. Hús kemst fyrr í notkun hjá kaupanda, því uppsetningartími er mjög stuttur.

4. Þetta skapar betra hús og mjög hagstætt verð.

Húseining ehf. er í Hraunholti 1 í Vogum á Reykjanesi. Sími 770 5144. Nánari upplýsingar á huseining.is og netfangi Kjartans: kjartan@huseining.is.

Húsin afhendast fullbúin með gólfefnum, innréttingum og heimilistækjum. MYND/EYÞÓR
Rými húsanna eru björt og glæsileg. MYND/EYÞÓR
Húsin frá Húseiningu eru sérsniðin fyrir íslenskar aðstæður. MYND/EYÞÓR
Húsin eru rúmgóð og vandað er til verka í hvívetna. MYND/EYÞÓR

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Kynningar

Snertilausar greiðslur eru framtíðin

Kynningar

Örugg og þægilegri framtíð

Kynningar

Frábærar lausnir fyrir hamingjusamt skrifstofufólk

Auglýsing

Nýjast

Jón Viðar dásamar Ófærð: „Hvað vill fólk meira?“

Fá hjón verja jafn miklum tíma saman

Hildur Yeoman í Hong Kong

„Ég er mikið kvikindi“

Fékk stað­gengil í nýjustu seríu Game of Thrones

Grænkerar í sjálfkeyrandi bílum

Auglýsing