Jóhanna Guð­rún Jóns­dóttir söng­kona hefur, á­samt fyrr­verandi eigin­manni sínum Davíð Sigur­geirs­syni, sett ein­býlis­hús þeirra í Hafna­firðinum á sölu. Þetta rúm­lega þrjú hundruð fer­metra hús er sett á 114,9 milljónir.

Húsið skipist í tvær hæðir. Á neðri hæðinni er and­dyri, hol, borð­stofu, eld­hús, búr, hjóna­her­bergi, tvö barna­her­bergi, þvotta­hús og bíl­skúr með geymslu. Á efri hæðinni er stofa, tvö her­bergi og snyrting. Þar er líka flott að­staða til tón­listar­iðkunar og væri jafn­vel hægt að halda ball þar inni.

Það hefur al­deilis verið margt að frétta af söng­konunni frægu þessa dagana en Frétta­blaðið greindi frá því í gær að hún hafi tekið upp með Ólafi Frið­rik Ólafs­syni og að þau eigi von á barni.