Lífið

Hunger Games stjarna út úr skápnum

Birti mynd af sér á Instagram og skrifaði „Out and proud“ við myndina.

Kvikmyndaserían um Hungurleikana sló rækilega í gegn um heim allan. Leikkonan Jennifer Lawrence fór þar með aðalhlutverkið. Hún og Alexander Ludwig og Amandla Stenberg eru hér saman á góðri stundu. Fréttablaðið/Getty

Kvikmyndirnar um Hungurleikana eða „ The Hunger Games“ á frummálinu, slógu heldur betur í gegn, myndirnar eru byggðar á ekki síður vinsælum bókum Suzanne Collins.

Ferill leikarana sem léku í myndaröðinni tók heldur betur kipp eftir þátttöku þeirra í þeim, en frægust þeirra er án efa leikkonan Jennifer Lawrence.

Hin unga og efnilega leikkona Amandla Stenberg sem fór með hlutverk Rue í fyrstu myndinni árið 2012 þá aðeins 14 ára gömul, hefur vakið talsverða athygli eftir að hún lék í Hungurleikunum.

Hið virta tímarit TIME útnefndi hana tvívegis sem áhrifamesta ungmennið bæði árið 2015 og 2016, en Amandla er meðal annars kraftmikill talsmaður kvenréttinda og fjölbreytileikans. Árið 2016 kom hún fram í „Lemonade “ tónlistarmyndbandi Beyoncé.

Kynhneigð hennar hefur margsinnis ratað í blöðin en nýlega kom hún út úr skápnum sem samkynhneigð kona en hafði áður lýst sér sem pankynhneigðri.

Amandla sem verður tvítug síðar á árinu er alin upp í Los Angeles, hún á danskan föður og grænlenska ömmu en móðir hennar á ættir að rekja til Afríku.

Amandla fagnaði því að vera komin út úr skápnum með því að setja inn mynd á Instagram undir yfriskriftinni „Out and proud“.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Guns N' Roses í Svíþjóð: „Þeir voru stór­kost­legir“

Fólk

Georg prúð­búinn á fimm ára af­mælis­deginum

Auglýsing

Nýjast

Framandi og kunnug­legt í bland í Skeifunni

Ferskt og gott salat

Séra Davíð Þór pönkast á Piu í svína­stíu

Harðkjarni og hiphop í portinu á Prikinu

Sætt og svalandi

Riðu berbakt í sveitinni

Auglýsing