Það er sagt að allir eigi sinn tví­fara en öllu sjald­gæfara er að tví­fararnir komi úr dýra­ríkinu. Krútt­legur hundur hefur vakið at­hygli á Reddit en hann þykir minna um margt á tón­listar­manninn Ed Sheeran. Breska blaðið Mirror fjallar um þetta.

„Þessi hundur er alveg eins og Ed Sheeran,“ sagði sá sem setti inn­leggið inn á Reddit. Ó­hætt er að segja að myndin hafi vakið at­hygli en hundurinn er sagður blendingur af tegundunum Lhasa Apso og Shih Tzu.

Margir tóku undir að hundurinn væri líkur tón­listar­manninum en aðrir bentu á að hann ætti sér ef til vill fleiri tví­fara. Var nafn tón­listar­konunnar Siu nefnt í því sam­hengi og Franks Gallag­her, hins lit­ríka karakters úr þáttunum Shameless sem Willi­am H. Macy leikur.

Þetta er ekki eini hundurinn sem á þekktan tví­fara því ný­lega birti Thomas Green, eig­andi tíkurinnar Laylu, mynd af henni og sagði hana alveg eins og leikarann Will Ferrell.

Layla er sögð líkjast leikaranum Will Ferrell. Það er kannski einhver svipur þarna.