Mikill glund­roði skapaðist þegar hundur hljóp inn á brautina í Tour de France hjól­reiða­­keppninni með þeim af­­leiðingum að tveir hjól­reiða­­menn féllu í jörðina.

Twitter-notandinn CyclingTips birtir mynd­band þar sem hann sýnir hundinn hlaupa inn á brautina, við það hægja hjól­reiða­­mennirnir á sér með þeim af­­leiðingum að mikil um­­­ferð skapast og nokkrir hjól­reiða­­menn fella á jörðina.

Hundinum bregður þegar hann sér hópinn af hjól­reiða­­mönnunum nálgast honum og ætlar að snúa við, en þegar hann snýr við er hann þegar orðinn inni­króaður og hræddur.

Hundurinn komst síðan af brautinni eftir að hann hljóp með­fram hjól­reiða­­mönnunum.

Sjá má mynd­band að at­vikinu hér að neðan: