Í­búar í Geor­get­own í Col­or­ado fylki Banda­ríkjanna hafa valið Bernar­fjalla­hundinn Parker sem heiðurs­bæjar­stjóra en Parker tók við em­bættinu síðast­liðinn þriðju­dag.

Að því er kemur fram í Face­book færslu C­lear Cre­ek sýslunnar var fjöl­mennt á við­burðinn. „Lög­reglan á svæðinu, í­búar í Geor­get­own og að­dá­endur Parker mættu á við­burðinn,“ sagði í færslu C­lear Cre­ek og virtist Parker vera hæst­á­nægður með þetta allt saman.

Hinn þriggja ára gamli Parker hefur notið mikilla vin­sælda í fylkinu. Hann er meðal annars lukku­dýr Loveland skíða­svæðisins og með­ferðar­dýr í sumar­búðum fyrir þroska­hamlaða.

Þá kemur hann einnig reglu­lega fram í leikjum De­ver Broncos í NFL-deildinni og því í nægu að snúast hjá honum en hann er með rúm­lega á­tján þúsund fylgj­endur á Insta­gram þar sem fólk getur fylgst með lífi nýja bæjarstjórans.

View this post on Instagram

What an amazing night. Thank you to the Town of Georgetown staff, Clear Creek County Law Enforcement/Emergency Services and friends for attending and showing your support. I’m honored to be your Honorary Mayor. 🐶❤️🇺🇸 🎥 @thompaxtonphotography . . #mayorparker #officialsnowdog #colorado #bernesemountaindog #bernesemountaindogsofinstagram #bernesedaily #georgetowncolorado #dogsofcolorado #coloradodogs #dogsofinstagram #dogoftheday #visitcolorado #coloradogram #coloradogram #bernesedaily #berneseoftheday #dog #bernese #berneseofinstagram #visitgeorgetown #colorfulcolorado #rockymountains #mountaindog #news #denvercolorado #denver #pawlitics #weeklyfluff #dogmayor #dogsdoingthings #mayor #politics @visitgeorgetownco @vonmiller @broncos @theellenshow

A post shared by Parker The Snow Dog (@officialsnowdog) on