Lífið

Hundur með mannsandlit gerir allt vitlaust

Myndunum af hundinum var deilt á Reddit á dögunum. Það var þá sem fjandinn varð laus.

Chantal Desjardins á tvo blendinga. Twitter

Blendingshundurinn Yogi hefur skapað mikinn atgang á samfélagsmiðlum. Hundurinn, sem er blanda af púðluhundi og Shih Tzu þykir hafa andlitsfall manneskju.

Notendur samfélagsmiðla hafa undanfarna daga deilt myndum af hundinum ásamt þekktum leikurum á borð við Jake Gyllenhaal og Paul Rudd. USA Today greinir frá þessu.

Eigandinn, Chantal Desjardins, sem býr í Portsmouth í New Hampshire í Bandaríkjunum er undrandi á viðbrögðunum. Hún segist hafa sett myndina af hundinum á Facebook í desember. Það hafi ekki verið fyrr en myndinni var deilt á Reddit sem hún fór á flug.

Því hefur á einhverjum póstum verið haldið fram að átt hafi verið við myndir af hundinum en Desjardins þvertekur fyrir slíkar ávirðingar. „Ég skil tengingarnar sem sumir þykjast sjá á myndunum,“ segir hún.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Gula Parísar­tískan er ekki komin til Ís­lands

Lífið

Auður og GDRN meðal þeirra sem hlutu Kraum­sverð­launin

Lífið

Meg­han braut gegn hefðum með svörtu nagla­lakki

Auglýsing

Nýjast

Olli uppþoti með veldissprotanum í breska þinginu

Bílhurð tafði fund May og Merkel

Georg Bjarn­freða­son mættur aftur í aug­lýsingu VR

Í­hugaði að svipta sig lífi þegar nýrna­skiptin gengu ekki

Kona fer í stríð passar vel í banda­rískar að­stæður

Kristín Þóra valin í úr­vals­lið ungra evrópskra leikara

Auglýsing