Lífið

Hundur með mannsandlit gerir allt vitlaust

Myndunum af hundinum var deilt á Reddit á dögunum. Það var þá sem fjandinn varð laus.

Chantal Desjardins á tvo blendinga. Twitter

Blendingshundurinn Yogi hefur skapað mikinn atgang á samfélagsmiðlum. Hundurinn, sem er blanda af púðluhundi og Shih Tzu þykir hafa andlitsfall manneskju.

Notendur samfélagsmiðla hafa undanfarna daga deilt myndum af hundinum ásamt þekktum leikurum á borð við Jake Gyllenhaal og Paul Rudd. USA Today greinir frá þessu.

Eigandinn, Chantal Desjardins, sem býr í Portsmouth í New Hampshire í Bandaríkjunum er undrandi á viðbrögðunum. Hún segist hafa sett myndina af hundinum á Facebook í desember. Það hafi ekki verið fyrr en myndinni var deilt á Reddit sem hún fór á flug.

Því hefur á einhverjum póstum verið haldið fram að átt hafi verið við myndir af hundinum en Desjardins þvertekur fyrir slíkar ávirðingar. „Ég skil tengingarnar sem sumir þykjast sjá á myndunum,“ segir hún.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Byrjuð í ­með­ferð: „Ekkert stór­­­mál“ að missa hárið

Lífið

Garðar kokkur brauðfæðir lávarðadeildina

Lífið

335 milljóna endur­greiðsla úr ríkis­sjóði til Ó­færðar 2

Auglýsing

Nýjast

Kominn tími á breytingar

Hall­grímur kláraði 60 kíló á átta vikum

Doktor.is: Normal Disorder?

Margir hugsan­lega á ein­hverfurófi sem þurfa enga hjálp

Forréttindi fyrir nýjan höfund

Besta ástarsaga aldarinnar?

Auglýsing