Champ, þýsk­ur fjár­hund­ur í eigu Joe Bid­en Band­a­ríkj­a­for­set­a og fjöl­skyld­u hans, er dá­inn 13 ára að aldr­i. Frá þess­u greind­i for­set­inn og eig­in­kon­a hans Dr. Jill Bid­en í yf­ir­lýs­ing­u.

„Með sorg í hjart­a til­kynn­um við ykk­ur öll­um að okk­ar ást­kær­i þýsk­i fjár­hund­ur, Champ, lést frið­sam­leg­a heim­a við. Hann var á­vallt við hlið okk­ar og var dáð­ur af Bid­en fjöl­skyld­unn­i í þau 13 ár sem hann fylgd­i okk­urm,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unn­i.

Champ hef­ur það náð­ugt árið 2012.
Fréttablaðið/AFP

„Hvar sem við vor­­um, þar vild­­i hann vera og allt varð um­­­svif­­a­­laust betr­­a er hann var við hlið okk­­ar,“ seg­­ir þar enn frem­­ur.

Bid­­en fjöl­­skyld­­an fékk Champ sem hvolp árið 2008, skömm­­u eft­­ir að ljóst varð að Bid­­en yrði var­­a­­for­­set­­i í for­­set­­a­­tíð Bar­­ack Obam­­a. Þau eiga einn­ig hund­inn Maj­or sem er af sömu teg­und og Champ. Hann er þriggj­a ára gam­all.

Jill Bid­en og Champ árið 2012.
Fréttablaðið/AFP