Breska söng­konan og raun­veru­leika­stjarnan Kerry Katona ætlar að láta minnka á sér brjóstin, tveimur árum eftir að hafa farið í sína aðra brjósta­stækkun. Kerry til­kynnti fylgj­endum sínum á Insta­gram þessi tíðindi og birti þessa skemmti­legu mynd með.

Kerry, sem sló í gegn með hljóm­sveitinni A­t­omic Kitten á sínum tíma, segir að brjóstin séu orðin stærri en höfuðið á henni og bakið þoli hrein­lega ekki meir. Hún sé búin að fá nóg af stóru brjóstunum.

Kerry Katona hefur marga fjöruna sopið á undan­förnum árum en hún var til að mynda and­lit Iceland-verslunar­keðjunnar í Bret­landi. Hún missti það starf árið 2009 eftir að myndir birtust af henni þar sem hún virtist neyta kókaíns.

Eftir að Kerry sagði fyrst skilið við A­t­omic Kitten árið 2001 sló hún í gegn í raun­veru­leika­seríunni I‘m A Celebrity...Get Me Out of Here! árið 2004 þar sem hún stóð uppi sem sigur­vegari. Hún lenti svo í öðru sæti í áttundu seríu Celebrity Big Brot­her árið 2011.

Kerry varð 40 ára í septem­ber síðast­liðnum en hún er fimm barna móðir og á þrjú hjóna­bönd að baki.