***1/2
Upphaf
David Eldridge
Þjóðleikhúsið

Þýðing: Auður Jóns­dóttir
Leik­stjórn: María Reyn­dal
Leikarar: Kristín Þóra Haralds­dóttir og Hilmar Guð­jóns­son
Leik­mynd: Finnur Arnar Arnar­son
Búningar: Margrét Einars­dóttir
Lýsing: Jóhann Bjarni Pálma­son
Tón­list: Úlfur Eld­járn
Hljóð­mynd: Elvar Geir Sæ­vars­son
og Úlfur Eld­járn

Á ein­hverjum tíma­punkti í lífinu, yfir­leitt upp úr þrí­tugu, fara sam­bönd að snúast um fast­eignir. Hversu mikið þú ert til í að fjár­festa til fram­tíðarinnar; bæði peninga­lega og and­lega, hvar og með hverjum. Upp­haf, eftir David Eld­rid­ge, í leik­stjórn Maríu Reyn­dal, markar upp­hafið á leik­ári Þjóð­leik­hússins og fyrsta leik­ársins undir stjórn Magnúsar Geirs Þórðar­sonar. Upp­haf gerist í raun­tíma, á níu­tíu mínútum um miðja nótt í Vestur­bænum í Reykja­vík. Innflutnings­partíið er búið og eftir standa í­búðar­eig­andinn Guð­rún og eftir­legu­kindin Daníel. Bæði eru þau brennd af for­tíðinni en stíga var­færnis­leg, svo ekki sé minnst á vand­ræða­leg, skref til að skoða hvort sam­band þeirra á milli lifi nóttina.

Þýðing Auðar Jóns­dóttur er smellin þar sem vísanir í bæði ís­lenskt sam­fé­lag og popp­kúltúr heppnast með á­gætum. En hand­ritið minnir frekar á rómantíska gaman­mynd en leik­rit og hvers­dags­lega við­reynslan sem Eld­rid­ge byggir fal­lega upp molnar á síðustu metrum sýningarinnar. Hand­ritið hverfist um til­finninga­lega tengingu á milli tveggja ein­stak­linga. Kristín Þóra Haralds­dóttir og Hilmar Guð­jóns­son eiga ekki í vand­ræðum með að kalla fram þessa tengingu sín á milli. Þau drekka, dunda sér við til­tekt á meðan þau forðast að tala um ó­þægi­lega hluti og dansa. Kómískar tíma­setningar Kristínar Þóru eru kostu­legar í hlut­verki Guð­rúnar, sem er bæði skel­egg og ör­væntingar­full í senn.

Hilmar nær vel að fanga mann með brotna sjálfs­mynd, dauð­hræddur um að sér verði hafnað. Ó­kyrrðin og takt­leysi hans fanga hugar­á­stand sem flestir kannast við. Þessum vand­ræða­gangi leik­stýrir María fim­lega og gætir þess að gera sam­skipti skötu­hjúanna mann­leg í staðinn fyrir að freistast yfir í far­sann. Guð­rún og Daníel klúðrast í kringum hvort annað, byrja oft upp á nýtt og þegja þunnu hljóði inni á milli. Gallinn er sá, líkt og með hand­ritið, að lítið kemur á ó­vart.

Svo sannar­lega er allt með ljúfasta móti en á­tökin vantar. List­ræna teymið vinnur líka lag­legt starf. Þá aðal­lega leik­mynda­hönnuðurinn Finnur Arnar Arnar­son og búninga­hönnuðurinn Margrét Einars­dóttir. Hver mubla er út­hugsuð: klippt út úr Insta­gram­vænum raun­veru­leika nú­tímans með vel valda f lauels­sófanum, viðar­hillunni með járn­rammanum og stíl­hreinu eld­hús­eyjunni. Margrét velur búningana af kost­gæfni: skræp­ótti kjóllinn fyrir sjálf­stæðu konuna á frama­braut og staki jakkinn við galla­buxurnar fyrir manninn sem fer sér var­lega.

Þrátt fyrir að tón­list Úlfs Eld­járn sé hljóm­þýð þá er henni of­aukið, um leið og hún spilast minnir leik­sýningin allt­of mikið á fyrr­nefndu rómantísku gaman­myndina. Við horfum á Guð­rúnu og Daníel fella grímurnar á meðan við berum okkar úti í sal. Leik­hús snýst um nánd á milli leikara og á­horf­enda, bæði til­finninga­lega og líkam­lega. Upp­haf er ljúf­sár sýning um þörfina til að mynda tengsl við aðra mann­eskju en þrátt fyrir ýmsa kosti og fínan leik nær Upp­haf sjaldan að verða meira en létt­meti.

Niðurstaða: Á­nægju­leg en ó­jöfn kvöld­stund, líkt og mörg eftir­partí.