Í vor í þættinum Matur og Heimili fór Sjöfn Þórðar í garða­skoðun þar sem þrír ó­líkir garðar voru komnir í vinnslu eftir hönnun Björns Jóhanns­sonar lands­lags­arki­tekt hjá Urban Beat og fram­kvæmdin á verkinu í höndum Garða­þjónustunnar. Allir garðarnir þrír eru drauma­garðar eig­enda sinna og það má með sanni segja að enginn sé betur til þess fallinn að hanna drauma­garðinn í sam­ráði við eig­endur enn ein­mitt Björn.

Nú er komið að því að sýna af­rakstur sumarsins á drauma­garðinum númer tvö í röðinni og hittir Sjöfn, þá fé­laga, Björn lands­lags­arki­tekt og Hörð Lúthers­son verk­stjóra hjá Garða­þjónustunni í garðinum og fær að sjá út­komuna.

Í hönnuninni og fram­kvæmdinni er komið til móts við óskir eig­enda um stækkun á heimili út í garð, auka nýtinguna og bjóða uppá fjöl­breytta úti­veru, þar sem skjól­veggir eru til mynda með gleri þannig að út­sýni innan garðs og utan njóti sín til fullnustu. Tröppur til að setjast í og fegra með fal­legum blóma­kerum og út­hugsaða stað­setningu fyrir úti­eld­hús og grill. „Hér er fagur­fræðin og nota­gildið í góðu jafn­vægi og svæðin kringum allt húsið hafa hlut­verk,“segir Björn og er al­sæll með út­komuna á verkinu.

„Okkur tókst að leysa öll verk­efni vel að hendi í þessum garði og með því að fá Björn á staðinn viku­lega gátum við strax tekið á öllum vafa­at­riðum og fundið bestu leiðirnar til að leysa ó­væntar á­skoranir,“segir Hörður sem er á­nægður með árangurs­ríkt sam­starf við hönnuðinn og eig­endur við fram­kvæmdina á garðinum. Svo er nóg rými til að blása til heljarinnar garð­veislu með öllu.

Missið ekki af á­huga­verðri heim­sókn í einn af drauma­görðunum í þættinum Matur og Heimili með Sjöfn Þórðar í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00 á Hring­braut.