Sem fyrr fylgdist þjóðin í kvöld vel með Helga Björns og Reiðmönnum vindanna flytja mörg ástkærustu lög þjóðarinnar ásamt gestum.

Í þetta skiptið virðist áhorfið þó hafa verið fyllt meiri trega en oft áður í ljósi þess að ekki er gert ráð fyrir því að Helgi endurtaki leikinn í bráð.

Fjölmargir tjáðu sig um Heima með Helga á Twitter og kepptust við að grípa eitt af síðustu tækifærunum til að birtast á skjánum við hlið Helga og félaga.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, lét ekki sitt eftir liggja og þakkaði tónlistarfólkinu innilega fyrir skemmtunina síðustu laugardagskvöld.

Lögreglan á Suðurnesjum lítur málið alvarlegum augum.

Ef marka má tíst landans voru margir tárvotir yfir sjónvarpinu í kvöld.

Ljóst er á þeim tístum sem Frétta­blaðið hefur tekið saman að þjóðin virðist ekki hafa fengið nóg af því að fá ballstemninguna beint heim í stofu.