Lífið

Hulda Lind stefnir bjart­sýn á for­síðu Maxim´s

Fyrir­sætan og leik­konan Hulda Lind er ein þeirra ís­lensku kvenna sem freistar gæfunnar í net­kosningu glans­tíma­ritsins Maxim´s. Sex dagar eru til stefnu og á enda­sprettinum treystir hún á sam­taka­mátt þjóðarinnar sem oft hefur lyft grettis­taki í al­þjóð­legum net­kosningum.

Hulda Lind var fimmta og síðasta konan sem skráði sig til leiks hjá Maxim´s en er á góðri siglingu og ætlar alla leið með bjartsýnina að leiðarljósi. Myndir/1102

Fimm íslenskar konur etja nú kappi við fjölda kvenna í netkosningu glanstímaritsins Maxim´s. Sigurlaunin eru 25.000 dollarar, rúmlega 2,7 milljónir íslenskra króna, og forsíðumynd. 

Fyrirsætan og leikkonan Hulda Lind skráði sig síðust til leiks en hinar fjórar eru leikkonan María Birta og fyrirsæturnar Bryndís Líf, Aníta Ösp og Svanhildur Hjaltadóttir.

Keppt er í 144 flokkum og Hulda Lind er komin í 9. sæti af 65 í sínum flokki og hefur verið á hraðri uppleið. Kosningu lýkur eftir sex daga og Hulda Lind segir spennuna því magnast hratt.

„Það er ekki mikill tími til stefnu en ég er bjartsýn og hef oft komist langt á því,“ segir Hulda Lind sem vonast til þess að þekktur samtakamáttur þjóðarinnar muni gefa henni byr í seglin á endasprettinum og leggur áherslu á að hægt er að kjósa eini sinni á sólarhring.

Hægt er að styðja Huldu Lind hér

„Ég hef áður tekið þátt í svona netkeppnum og hef alveg fundið fyrir miklum stuðningi. Við stöndum svo mikið saman, Íslendingarnir,“ segir Hulda Lind og bendir á að til mikils sé að vinna.

Nokkrar þeirra mynda sem Hulda Lind lætur fylgja með framboði sínu í netkosningu Maxim´s.

„Ég elska fyrirsætubransann og er búin að vera lengi í honum og alltaf að vinna í því að koma mér áfram og á framfæri þannig að þetta er frábært tækifæri og ég er þannig manneskja að ég held áfram þangað til ég kemst á toppinn.“

Leiklistinn er önnur ástríða Huldu Lindar og hún hefur starfað um árabil með Leikhópnum X. „Ég er í þessu af bullandi áhuga og ástríðu og vil ná sem lengst og þetta er eitt af stærstu tækifærum sem ég hef fengið þannig að það var ekki spurning að taka þátt.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tíska

Allt sem þú þarft að vita um vortrendin í förðun

Lífið

Lopa­peysu­klám Ó­færðar heillar breskan rýni

Kynningar

„Finnst eins og ég sé að finna mig aftur“

Auglýsing

Nýjast

Rómantík getur alveg verið nátt­föt og Net­flix

Átta glænýjar staðreyndir um svefn

Áhugamál sem vatt hressilega upp á sig

Móðir full­trúa Króatíu býr á Egils­stöðum

Hamfarir að bresta á!

Dansamman sveif um með jafn­aldra barna­barnsins

Auglýsing