David Cra­ne, einn af höfundum hinna sí­vin­sælu gaman­þátta Fri­ends, segir í nýju við­tali viðRadioTi­mes, að endirinn hjá Phoebe hafi upp­runa­lega átt að vera allt annar en raunin var.

Ó­hætt er að segja að þættirnir banda­rísku sem sýndir voru í sjón­varpi árin 1994 til 2004 hafi aldrei notið eins mikilla vin­sælda. Um þessar mundir er meðal annars í bí­gerð svo­kallaður endur­funda­þáttur með öllum helstu leikurum ög höfundum þáttanna.

Í við­talinu rifjar Cra­ne það upp að Phoebe, sem leikin var af Lisu Kudrow, hafi endað með Mike, sem leikinn var af Paul Rudd. Þátta­stjórn­endur hafi hins vegar átt erfitt með að á­kveða sig, hvort það yrði raun­veru­legur endirinn eða hvort að Pheobe myndi jafn­vel enda með David, rúss­neska vísinda­manninum sem leikinn var af Hank Azaria.

„Við vorum klár­lega ekki viss um hverjum hún myndi enda með,“ segir Cra­ne. „Þeir eru báðir frá­bærir leikarar. Ég meina bæði Paul og Hank eru frá­bærir og frá­bærir með henni. Þannig við fórum eigin­lega bara fram og til baka,“ segir hann.

„Ég man ekki einu sinni hvernig við komust á þá niður­stöðu þegar við á­kváðum endann. En já, þetta hefði getað farið öðru­vísi. Phoebe hefði verið frá­bær með báðum.“