Hugrún Árnadóttir og Magni Þorsteinsson, eigendur og hönnuðir Kron by Kronkron, giftu sig óvænt í dag. Þau greina sjálf frá því á Facebook-síðu sinni og taka sérstaklega fram að ekki sé um að ræða aprílgabb.

Samkvæmt færslu parsins hafa þau einmitt verið saman í 22 ár í ár og því vel við hæfi að gifta sig árið 2022.

„Ný gift ❤️‍🔥❤️‍🔥❤️‍🔥 1 april 2022 // ekkert plat/// 22 ár af ást og kærleik í þessu lifi og ferðalagið rétt að byrja♥️ Þakklæti og ást okkur efst í huga í dag og alla daga🙏♥️,“ segja þau í færslunni sem má sjá hér að neðan auk myndar sem mætti gefa sér að sé úr athöfninni.

Fréttablaðið óskar þeim til hamingju.