Það er nú ljóst að Hug­rún Birta Egils­dóttir mun keppa til úr­slita í Miss World en keppnin fram í Púer­tó Ríkó í mars. Hún átti upp­runa­lega að fara fram í desember en var frestað vegna heims­far­aldursins.

Til­kynnt var um 40 manna hópinn sem fer í úr­slitin í gær og fagnaði Hug­rún því á Insta­gram-síðu sinni.

Þrjár ís­lenskar konur hafa hreppt titilinn en það eru þær Hólm­fríður Karls­dóttir árið 1985, Linda Péturs­dóttir 1988 og Unnur Birna Vil­hjálms­dóttir 2005.

Tilkynnt var um 40 manna hópinn í gær.
Skjáskot/Instagram