Ástralski leikarinn Hugh Jack­man hefur neitað orð­rómi þess efnis að hann hafi notað stera til að byggja sig upp fyrir hlut­verk Wol­verine í X-Men myndunum.

Jack­man, sem er 54 ára, virðist ekki hafa haft mikið fyrir því að bæta á sig vöðvum fyrir hlut­verk sín í gegnum tíðina en sjálfur kveðst hann á­vallt hafa notað náttúru­legar að­ferðir til þess.

Jack­man ræddi þetta og fleira til í við­tals­þættinum Who‘s Talking to Chris Wallace á CNN og þar var hann hann spurður út í orð­róm um stera­neyslu.

Leikarinn sagðist hafa heyrt talað um auka­verkanir stera og þær séu ekki beint eftir­sóknar­verðar. Því hafi hann á­kveðið að nota þá ekki heldur borða frekar prótín­ríkan mat, kjúk­ling til dæmis, og stunda ræktina af miklu kappi. Sagði hann að það tæki hann um það bil sex mánuði að undir­búa sig líkam­lega fyrir hlut­verk Wol­verine.

Jack­man hefur leikið í alls níu X-Men myndum og hann er væntan­legur á hvíta tjaldið í tíunda sinn í Dea­dpool 3 sem verður væntan­lega frum­sýnd á næsta ári.