Lífið

Hugh Grant gengur í það heilaga

Leikarinn mun ganga að eiga Önnu Eber­stein, unnustu sína til fimm ára, en þau eiga þrjú börn saman.

Eberstein og Grant hafa verið saman í fimm ár og eiga þrjú börn. Fréttablaðið/Getty

Hjartaknúsarinn og stórleikarinn Hugh Grant mun ganga að eiga Önnu Eberstein, unnustu sína til fimm ára, í sumar. BBC greinir frá en þetta er í fyrsta skipti sem hinn 57 ára Grant giftir sig.

Saman eiga hann og Eberstein þrjú börn. Utan sambands þeirra á hann síðan tvö börn með fyrrverandi kærustu sinni Tinglan Hong. Þá átti hann í sambandi með fyrirsætunni og leikkonunni Elizabeth Hurley frá 1987 til 2000.

Grant þarf vart að kynna fyrir mörgum en hann hefur gert garðinn frægan í kvikmyndum á borð við Notting Hill, Four Weddings and Funeral, About a Boy, Music and Lyrics, Love Actually auk fjölda annarra kvikmynda.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Kórar Íslands fá ný andlit

Menning

Tveir turnar í Hörpu – hver stjórnaði?

Menning

Eins og heimkoma eftir öll þessi ár

Auglýsing

Nýjast

Aðstæður barna hafa gerbreyst á síðustu árum

Ekkert er Cruise ómögulegt

Frikki Dór og Salka Sól í síðustu seríu Kattarshians

Sætir simpansar leika sér í flug­véla­leik

Sjóðheitar saman í innilegum kossi

Ó­létt raun­veru­leika­stjarna lést úr of­neyslu kókaíns

Auglýsing