Hildur Guðnadóttir, tónskáld, söngkona, sellóleikari og nú síðast fyrsti og eini íslenski Óskarsverðlaunahafinn, er annar lykilfyrirlesara níundu Hugarflugsráðstefnu Listaháskóla Íslands sem hefst með samtali hennar og Fríðu Bjarkar Ingvarsdóttur, rektors LHÍ, klukkan fimm í dag.

Hildur hefur eðlilega ekki tök á því að fljúga til Íslands í tæka tíð og samtalinu verður bjargað með fjarfundabúnaði. Óskarsverðlaunahafinn hyggst rekja feril sinn verk, rannsóknir og vinnuaðferðir áður en hún svarar spurningum viðstaddra.

Opnun Hugarflugs 2020 from Listaháskóli Íslands on Vimeo.