Óperudeild Söngskóla Sigurðar Demetz flytur óperuna Schauspieldirektor eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Sýningar verða tvær, í Tjarnarbíói mánudaginn 25. maí kl. 18 og 20.30. Takmarkaður fjöldi gesta getur mætt en beðið er um að óskir um miða verði sendar á netfangið [email protected]

Óperan er gamanleikur en þar sem hlutverkaskipan býður ekki upp á þann fjölda hlutverka sem deildin þurfti á halda var í þetta sinn samin leikgerð sem hentaði. Hlutverkum var fjölgað og tónlistaratriðum einnig. Í flestum tilfellum er þar um að ræða aríur úr óperum Mozarts en þó stelst Rossini til að ljá verkinu eina aríu.

Umfjöllunarefnið er vissulega eldfimt en það hverfist um óperustjóra sem vill garnan vera óperulistinni trúr. Hann er hins vegar neyddur til að horfast í augu við nýja tíma og breytta heimsmynd og fjallar verkið um hugarangur hans, oft á fremur gamansaman hátt.

Leikstjóri sýningarinnar er Þorsteinn Bachmann, en hann hefur í vetur verið leiðbeinandi hópsins, ásamt Gunnari Guðbjörnssyni, Antoníu Hevesi og Matthildi Önnu Gísladóttur.