Húðflúr geta verið lítið eða stór listaverk á líkamanum. Sumir eru þaktir húðflúri svo varla sést lengur í venjulega húð. Oft hefur húðflúrið einhverja sögu að segja en hjá öðrum er bókstaflega heilt meistaraverk á líkamanum. Við fundum nokkrar myndir af vel skreyttum karlmönnum en konur eru ekki síður með húðflúr. Rihanna, Lady Gaga, Angelina Jolie, Scarlett Johansson, Miley Cyrus og margar fleiri hafa fengið sér minni eða stærri húðflúr.

Húðflúrtískan er síður en svo í rénun, hefur reyndar sjaldan verið vinsælli. Húðflúrin eru upphaflega sögð komin frá frumbyggjum en oft voru þau gerð af trúarástæðum. Má telja víst að húðflúr hafi verið gerð í meira en 5.000 ár. Húðflúr hafa greinst á elstu mannvistarleifum.

Húðflúriðnaðurinn er alltaf að vaxa og sífellt eru gerðar meiri kröfur til listrænna hæfileika húðflúrara. Í raun eru engin takmörk fyrir því hvað fólk vill skreyta sig með á líkamanum. Sagt er að húðflúrsstofa hafi verið til í Jermyn Street í London á níunda áratugnum sem var lúxus tískuhverfi. Var hún sögð þjóna yfirstéttinni.

Hér áður fyrr voru engu að síður nokkrar fordómar gegn húðflúri. Japanir merktu til dæmis fanga með húðflúri. Þá munu nasistar hafa notað húðflúr í síðari heimsstyrjöldinni til að merkja fólk með tölum.

Vinsældir húðflúrs í dag eru ekki síst vegna þess hversu margar opinberar persónur hafa skreytt líkama sinn, má þar nefna stjörnurnar í Hollywood og heimsfræga knattspyrnumenn og þá til dæmis David Beckham. Körfuboltastjörnur í Bandaríkjunum hafa sömuleiðis verið duglegar að skreyta sig.

Luigi Favoloso, ítalskur leikari og fyrirsæta, þykir einstakur sjarmör. Hér er hann mættur á kvikmyndahátíð í Feneyjum síðastliðið haust.
AJ McLean er bandarískur söngvari, lagahöfundur leikari, dansari og fyrirsæta. Hann söng með Backstreet Boys og vekur oft athygli fyrir litríkt húðflúr.
Söngvarinn Justin Bieber hefur fagurlega skreyttan líkama og er ekkert að fela það.
Colson Baker, betur þekktur sem Machine Gun Kelly, er bandarískur söngvari, rappari, lagahöfundur og leikari. Hann byrjaði söngferil sinn á unglingsárum og vekur jafnan athygli þar sem hann kemur.
Sergio Ramos García er spænskur knattspyrnumaður hjá Real Madrid og spænska landsliðinu í knattspyrnu. Hann spilar sem miðvörður og er talinn einn besti varnarmaður sinnar kynslóðar. Húðflúr á handlegg hans þykir afar sérstakt.
Þetta húðflúr af körfuboltahetjunni Kobe Bryant og dóttur hans Gianna ber sannur aðdáandi leikmannsins. Hann lét húðflúra sig eftir að feðginin fórust í hörmulegu flugslysi í janúar í fyrra. Ekki kemur fram nafn mannsiná myndinni.
Alex Sacha er þekktur húðflúrari og þykir gera einstök listaverk á fólk, sérstaklega er hann fær í víkingatattúi. Með honum erJessica Alexandra Betancourth. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY