Banda­ríska leik­konan Kate Hudson komst að á­huga­verðri stað­reynd sem hún deildi með fylgj­endum sínum í vikunni.

„Ég er með virki­lega á­huga­verðar fréttir sem ég er mjög spennt fyrir ein­mitt núna,“ sagði Hudson á Insta­gram. Hún hafði ný­lega komist að því að í heilsusmá­forritinu, WW, sem hún var með teldist kyn­líf sem líkamsþjálfun.

„Ef ein­hver þarf á mér að halda verð ég inni í svefn­her­berginu mínu í góðar átta­tíu mínútur. Ef hann ræður við það,“ bætti Hudson glettin við.

Hudson gerði því næst til­raun til að reikna hversu mörg heilsu-stig rúm­lega klukku­tíma kyn­líf væri. „Ég er hræði­leg í stærð­fræði. En þetta eru sex stig,“ sagði leik­konan á­nægð. „Sjáumst eftir tvo klukku­tíma.“

Ekki kom fram hvað kærasta leik­konunnar, Danny Fujikawa, fyndist um á­ætlun Hudson en parið hefur nú verið saman í fjögur ár og eiga þau saman þrjú börn.