Húðum­hirða er af­skap­lega mikil­væg en rútína hvers og eins er afar per­sónu­bundin. Frétta­blaðið ræddi við nokkra ein­stak­linga um þeirra húð­rútínu og upp­á­halds maskana. Les­endur eru hvattir til þess að segja frá eigin húð­rútínu í at­huga­semda­kerfinu hér fyrir neðan.

Ellý Ármanns hefur nóg fyrir stafni þessa dagana, en hún málar, húðflúrar, spáir í tarot og heilar fólk með svokallaðri flotþerapíu. Hún notar olíu á andlitið og sefur á ullarkodda.

Ellý Ár­manns:

„Mín besta vin­kona nú þegar ég er að detta í 50 árin er and­litsolían mín. Hún er ódýr, líf­ræn og stút­full ef e-víta­míni. Ég maka henni á mig á morgnana og kvöldin og líka eftir sund en ég er lærður flot­þerapisti og fer því oft í sund,“ segir Ellý Ár­manns, lista- og fjöl­miðla­kona, en um­rædd olía heitir Dr. Organic vita­min E pure oil complex.

„Dóttir mín, 12 ára, og stjúp­dóttir mín, 15 ára, eru einnig byrjaðar að nota þessa snilld sem er drjúg. Bólur hverfa eins og dögg fyrir sólu þegar hún er notuð og það sem ég elska við olíuna er að hún

fer strax auð­veld­lega inn í húðina og yfir­borðið verður hvorki skínandi né feitt. Það er eins og hún skapi jafn­vægi í húðinni og svo er hún vegan.

Þá nota ég líka sér­stakan ullar­kodda þegar ég sef frá Wool­room sem hefur á­hrif á húðina og kemur í veg fyrir öldrun sama hvað hver segir þá finn ég það og sé í speglinum,“ bætir hún við.

Siggu Kling þekkja allir en hún geislar út frá sér með gleði og endalausi glensi. Hún þarf lítið að hafa fyrir fallegri húð sinni, enda með innbyggt bótox, eins og hún segir sjálf.

Sigga Kling:

„Æsku­galdur frá Villi­mey og svo er ég líka svo heppin að ég fylli upp í hrukkurnar með mínu inn­byggða bótoxi,“ segir spá­konan Sig­ríður Klin­gen­berg.

Fréttamaðurinn Nadine Guðrún Yaghi vinnur nú að fréttaþáttunum Kompás. Hún er meðal annars þekkt fyrir æsispennandi fréttir úr undirheimunum.

Nadine Guð­rún Yaghi:

„Ég þvæ húðina vel á hverju kvöldi og reyni að nota toner líka,“ segir Nadine Guð­rún Yaghi, frétta­maður á Stöð 2.

„Ég er mjög hrifin af möskunum frá Loréal,“ segir hún, að­spurð um hennar upp­á­halds and­lits­maska.

Ísak Freyr er búsettur í London, og er eitt stærsta nafnið í förðunarheiminum í dag.
Mynd/Saga Sig

Ísak Freyr Helga­son:

Ísak Freyr Helga­son förðunar­fræðingur er með við­kvæma húð og notar and­lits­maska mikið í sinni dag­legu rútínu.

„Ég á nokkra upp­á­halds maska en þeir sem ég nota sem lang­mest eru Skin­food frá Weleda. Ég nota þá yfir­leitt undir farða en ef mig vantar raka er æðis­legt að láta hann á kvöldin í þykkari kantinum. Ég er með mjög mjög MJÖG við­kvæma húð og þoli illa á­kveðin efni. Svo er Black Rose Cream mask frá Sisl­ey geggjaður fyrir þá sem vilja smá virkni með næringunni. Hann er í upp­á­haldi hjá mjög mörgum vinum mínum,“ segir hann.

Fjölmiðlakonan og almannatengillinn Hödd Vilhjálms er ekkert að flækja hlutina og ber á sig gamla góða Nivea-kremið á kvöldin.

Hödd Vil­hjálms­dóttir:

„Ég nota Clari­sonic húð­bursta á kvöldin og ber yfir­leitt á mig gamla góða Nivea kremið eftir á,“ segir Hödd Vil­hjálms­dóttir, al­manna­tengill

Guðný Ljósbrá hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum, meðal annars með hnyttnum færslum sínum á Twitter.

Guð­ný Ljós­brá:

„Ég viður­kenni fús­lega að ég mætti hugsa betur um húðina mína. Ég reyni að þrífa hana einu sinni á dag, að minnsta kosti, með skrúbb en geri það þá oftast í sturtu. Svo nota ég Neutrogena raka­krem sem mér finnst æði!“ segir Guð­ný Ljós­brá, Twitter-stjarna með meiru.

„Kærastan mín er mikið á­stæðan fyrir því að ég geri þetta, hún byrjar og ég fylgi með. Á góðum degi er ég með raka­maska, augn­krem og fleiri vörur en það mætt i­vera oftar. Upp­á­halds maskinn minn er Sili­ca Mud Mask frá Bláa lóninu,“ segir hún.