Húð­flúrarinn Ólafur Lauf­dal deildi mynd á Insta­gram í gær af ó­venju­legasta stað sem hann hefur húð­flúrað á. Staðurinn sem um ræðir er kölluð spöngin, en það er mitt á milli enda­þarms og kyn­færis.

Myndin sem hann setti á fyrr­nefnt svæði var mynd af per­sónunni Valli úr bókum Hvar er Valli?

Í sam­tali við Frétta­blaðið upp­lýsir Ólafur að þetta sé góður vinur hans sem hann húð­flúraði. „Ég myndi ekki leggja í þetta við neinn annan, ég hugsa ekki,“ segir Ólafur og hlær.

Spurður hvers vegna þetta svæði og mynd hafi verið fyrir valinu segir hann: „Ég hugsa það hafi verið fyrst og fremst til að vera fyndinn,“ segir Ólafur um vininn sem kýs að koma ekki fram undir nafni.

„Þetta var ein­hver fyllerís-hug­mynd hjá honum fyrir mörgum árum og það gafst ein­hver dauður tími núna til að gera þetta,“ segir Ólafur.

Að sögn Ólafs er erfiðara að flúra spöngina en önnur svæði líkamans. „Húðin er grófari og hef ég lýst því eins og það sé að flúra reyttan andar­unga.“

Ólafur vinnur á húð­flúr­stofunni Lifandi list í Hafnar­firði og segist ekki hafa gert neitt í líkingu við þetta áður.

Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot