Búið að selja hryllings­hús sem stað­sett er í Kárs­nesinu í Kópa­vogi. Fast­eigna­sali vildi ekki gefa upp sölu­verð eða hver er kaupandi í sam­tali við Frétta­blaðið en á fast­eigna­vef Mbl.is má sjá að eignin er seld. Upp­gefið verð er þar 38,5 milljónir ís­lenskar krónur.

Fjallað var um málið í Frétta­blaðinu fyrr í mánuðinum og slæmt á­stand þess. Húsið er par­hús og eig­andi hins hússins sagði að hann væri hræddur um að kostnaður á við­gerð hússins myndi lenda á þeim. Fyrr­verandi eig­andi hússins hafi ekki sinnt neinu við­haldi, undan­farin fjöru­tíu ár eða svo. Hann segir að fjöl­­skyldan hafi lengi haft á­hyggjur af stöðu mála.

Fast­eigna­salan Mið­borg sá um sölu hússins og fór á­stands­skoðun á húsinu fram í nóvember í fyrra. Þar kom fram að eignin væri afar illa farin og þarfnist al­­gjörrar endur­­nýjunar að innan og utan, sökum raka­­skemmda og myglu. Mælt var með því að fenginn yrði fag­aðili sem sér­hæfir sig í myglu­hreinsun áður en upp­bygging eða endur­nýjun hefst.

Hér að neðan má sjá myndi innan úr húsinu. Eins og má á þeim sjá er á­standið vægast sagt hrylli­legt. Nýr eig­andi á mikið verk fyrir höndum.