Heimili Sidney Prescott í kvikmyndinni Scream, þar sem hún hleypur undan morðingjanum í draugagrímunni, verður til leigu fyrir aðeins fimm dollara á nóttina á Air bnb í tilefni af hrekkjuvöku.

Í tilkynningu frá Air bnb kemur fram að leikarinn David Arquette, sem fór með hlutverk lögreglumannsins Dewey Riley, hafi heimsótt staðinn og tekið upp kynningarmyndband fyrir heppnu gestina sem ná að bóka húsið fyrst.

Gestir geta skoðað hnífaför sem eru enn sjáanlega á bílskúrshurðinni og tekið Scream kvikmyndamaraþon með VHS spólum.

Morðinginn sjálfur, Ghostface, verður í símanum ef einhver þorir að taka upp tólið. Svo er mögulegt að hann mæti sjálfur á staðinn um miðja nóttina að því er fram kemur á vef Air bnb.

Courteney Cox í hlutverki fréttakonunnar Gale Weathers fyrir framan hryllingshúsið í Scream.