Andrej Hol­bicka, eig­andi Skóla­gerðis 47 í Kópa­vogi, er byrjaður í fram­kvæmdum við húsið og meðal annars búinn að rífa af ó­nýtt þakið. Hann segist ó­viss um það hve langan tíma muni taka að vinna verkið.

„Þetta hefur eitt­hvað breyst að­eins,“ segir Andrej sem viður­kennir að það sé léttir að vera byrjaður. „Ég er bara á­nægður að geta gert þetta og þetta gengur svona hægt og ró­lega.“

Fréttir af par­húsinu Skóla­gerði 47 vöktu mikla at­hygli í febrúar síðast­liðnum þegar það var aug­lýst til sölu. Voru á­huga­samir beðnir um að skoða húsið með fag­aðilum í við­eig­andi hlífðar­fatnaði af heilsu­fars­á­stæðum. Gekk húsið undir nafninu hryllings­húsið.

Andrej lýsti því fyrir Frétta­blaðinu hvernig hann og kona hans, Zusana Hol­bickova, hefðu ekki haft hug­mynd um á­kvæði laga um par­hús á Ís­landi þegar þau keyptu húsið við hliðina á, Skóla­gerði 49. Síðan þá hefur Andrej sjálfur fest kaup á hinu á­fasta húsi og segir það létti.

Á­sett verð á Skóla­gerði 47 var 38,5 milljónir króna og bárust fleiri en eitt til­boð til dánar­búsins sem seldi. Svo fór að Andrej keypti húsið fyrir 41,5 milljónir króna. Hann segist ekki hafa á­kveðið hvernig hann muni ráð­stafa hinni nýju eign. Fyrsta verkið sé að endur­nýja húsið og lag­færa.

„Ég er ný­búinn að rífa þakið af,“ segir Andrej sem kveðst ó­viss um hve langan tíma verkið muni taka hann. „Ég er ekkert að flýta mér með þetta.“

Að sögn Andrej eru ná­grannarnir á­nægðir með að endur­nýjun hússins sé hafin enda hafði lengi staðið í al­gerri niður­níðslu. „Vonandi verður þetta komið vel á veg í sumar,“ segir hann léttur.

Andrej vonast til þess að verkið verði komið vel af stað í sumar.
Fréttablaðið/Valli
Fjölskyldan hafði ekki hugmynd um lög um parhús þegar þau keyptu sitt hús.
Fréttablaðið/Valli
Andrej segist feginn að vera byrjaður á framkvæmdum og nágrannarnir líka.
Fréttablaðið/Valli