Hrekkjavakan er vinsæl til partíhalds og í útlöndum nýtur fræga fólkið þess að bjóða hvert öðru í hrekkjavökuveislur og klæða sig upp í grímubúninga sem dylja heimsfrægar ásjónur þess undir blóðtaumum, andstyggilegum glyrnum og rotnandi líkamsleifum. Enn eru óséðir búningarnir sem verða fyrir valinu hjá hinum frægu og fínu í ár en til að gefa landsmönnum hugmyndir að skemmtilegri innkomu í hrekkjavökupartíin hér heima er tilvalið að skoða hverju fræga fólkið klæddist á hrekkjavökunni fyrir ári.

Pixie, dóttir Bobs Geldof, ákvað að klæðast englaskarti í stað svartnættisþema hrekkjavökunnar.
Kate Moss ofurfyrirsæta var eins og vampíra og uppvakningur hjá Ritu Ora.
Söng- og leikkonan Rita Ora mætti vitaskuld rétt klædd í eigið partí.
Blóð rann úr munnvikum Georgiu May, dóttur Jaggers og Jerry Hall.
Söngkonan Rihanna var eitursvöl að vanda.
Á hrekkjavökunni getur maður mætt skelfilega flottu mannfólki.