Bændurnir á Flúðum eru sannarlega með hringrásahagkerfi í ræktun sveppa en ein undirstaðan í rotmassanum, eða moldinni þar sem sveppirnir verða til, er kjúklingaskítur úr næsta bæ. Engu er hent og allt nýtt, jafnvel „ljótu sveppirnir“ sem eru þá skornir niður og nýttir í rétti á veitingastöðum.

Sjöfn Þórðar, þáttstjórnandi Matar og Heimilis á Hringbraut, heimsótti Ragnheiði Georgsdóttur, markaðsstjóra á Flúðasveppum en þar er eina sveppabúið á landinu.

Sjöfn Þórðar heimsótti Ragnheiði Georgsdóttur.
Hringbraut/Skjáskot

Ragnheiður fer gegnum ræktunarferlið með Sjöfn í sveppaklefanum þar sem leyndardómurinn bak við ræktun sveppanna býr. Bændurnir nota um 350 hektara af landi til að rækta byggstrá og strandreyr . Um 80 rullur er notaðar á viku til að búa til rotmassann. En hvað er rotmassi?

„Rotmassinn er byggstrá, strandreyr, kjúklingaskítur, kalk og íslenska vatnið. rotmassinn, byggstrá, strandreyr, kjúklingaskítur, kalk og íslenska vatnið,“ útskýrir Ragnheiður.

Reyrinn er ræktaður á Hvítárholti og skíturinn kemur frá bændum í næsta nágrenni á Suðurlandi. Þegar kjúklingaskítur sameinast strandreyr og byggstrái byrjar ammoníak að rísa og gufa upp og skilur eftir prótein í rottmassanum sem er matur fyrir sveppi.

„Þess vegna eru sveppir svona próteinríkir,“ segir Ragnheiður. Eftir að svepurinn kemur upp á yfirborðið vex hann mjög hratt en um tólf til fimmtán tonn af sveppum er send í búðir í hverri viku frá Flúðum.

Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr þættinum sem birtist á Hringbraut í gær þar sem má sjá forvitnilega sveppaklefa.