Ís­lensku mynd­listar­verð­launin voru veitt rétt í þessu við há­tíð­lega at­höfn í Iðnó. Alls var sex verð­launum og viður­kenningum út­hlutað en aðal­verð­launin, mynd­listar­maður ársins, féllu í skaut Hrafn­kels Sigurðs­sonar fyrir sýninguna Upp­lausn í Aug­lýsinga­hléi Bill­board, í sam­starfi við Lista­safn Reykja­víkur og Y gallerí.

Auk Hrafn­kels hlaut Ás­gerður Birna Björns­dóttir hvatningar­verð­laun fyrir sýninguna Snertitaug í Lista­safni Reykja­víkur, Hafnar­húsi og heiðursviður­kenningu Mynd­lista­ráðs hlaut Ragn­heiður Jóns­dóttir fyrir ein­stakt fram­lag sitt til íslenskrar mynd­listar.

Mynd­listar­ráð veitti auk þess þrjár viður­kenningar. Viður­kenningu fyrir út­gefið efni fengu Æsa Sigur­jóns­dóttir & Bryndís Snæ­björns­dóttir/Mark Wil­son fyrir bókina Óræð lönd: sam­töl í sam­eigin­legum víddum. Viður­kenningu fyrir á­huga­verðasta endur­litið hlaut Lista­safn Reykja­víkur fyrir sýninguna Erró: Sprengi­kraftur mynda í sýningar­stjórn Dani­elle Kvaran og Gunnars B. Kvaran. Viður­kenning fyrir á­huga­verðustu sam­sýninguna féll í skaut Mynd­höggvara­fé­lagsins í Reykja­vík fyrir sýninguna Hjólið V: Allt í góðu í sýningar­stjórn Kristínar Dag­marar Jóhannes­dóttur.

Til­gangur Ís­lensku mynd­listar­verð­launanna er að vekja at­hygli á því sem vel er gert á sviði mynd­listar og heiðra þau verk­efni sem hafa skarað fram úr á liðnu ári en Mynd­lista­ráð hefur um­sjón með verð­laununum.

Nánar má lesa um verð­launa­hafa hér að neðan.

Sýningin Upplausn var sett upp á yfir 450 auglýsingaskjáum Billboard víðsvegar um höfuðborgarsvæðið.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Hrafn­kell Sigurðs­son, mynd­listar­maður ársins fyrir sýninguna Upp­lausn

Í um­sögn dóm­nefndar segir:

Árið 2022 sáu allir Reyk­víkingar þegar ó­ræðar hreyfi­myndir birtust á 450 skjáum úti um alla borg, í strætó­skýlum og á stórum aug­lýsinga­skiltum. Á skjáunum birtust sí­breyti­legar þokur sem mynduðu stundum form og mynstur sem leystust þó jafn­óðum upp aftur.

Þetta var ekki bilun heldur verkið Upp­lausn eftir Hrafn­kel Sigurðs­son, unnið upp úr stórum, sam­settum ljós­mynda­verkum frá 2018 þar sem ótal ör­smáir fletir raðast saman í þoku­kennda mósaík­mynd. Hver flötur er stækkun úr ljós­mynd frá Hubb­le-geim­sjón­aukanum sem sýnir vetrar­brautir í himin­geimnum eins og þær voru fyrir milljónum ára þegar ljós­geislarnir sem sjón­aukinn nemur lögðu af stað. Hrafn­kell valdi brot úr myndinni á milli vetrar­brautanna þar sem ekkert virtist sjást. Við stækkun má þó greina þar lit­brigði og línur, og Hrafn­kell raðaði síðan brotunum saman. Úr því sem sýnir ekkert varð allt í einu mynd.

Hrafnkell Sigurðsson er myndlistarmaður ársins 2023.
Fréttablaðið/Valli

Verkin af­hjúpa ýmis­legt um skynjun okkar og skilning. Ef við skoðum eitt­hvað sem er langt í burtu erum við í raun að gægjast aftur í tímann: það sem er milljón ljós­ár í burtu birtist okkur núna eins og það var fyrir milljón árum. Ef við skoðum jörðina úr geim­fari sjáum við bara stóru drættina, höf og land­massa, en ef við skoðum efnis­heiminn of grannt leysist hann upp, eins og Hrafn­kell sýndi okkur í verki frá 2014 þar sem hann beindi raf­einda­smá­sjá að stein­steypu sem reynist þá alls ekki eins fast efni og við héldum.

Það er mat dóm­nefndar að með því að nýta aug­lýsinga­skiltin hafa Hrafn­kell og fleiri opnað nýja leið til að miðla mynd­list en Hrafn­kell sýni líka að skiltin eru ekki bara eins og fletir til að fylla út í, heldur er hægt að nýta þau sem miðil með öllu sem tæknin býður upp á og koma skila­boðunum úr sýningar­salnum út í hvers­dags­legan veru­leika okkar þar sem við þurfum mest á þeim að halda.

Ás­gerður Birna Björns­dóttir er myndlistarkona fædd árið 1990.
Fréttablaðið/Valli

Ás­gerður Birna Björns­dóttir, hvatningar­verð­laun fyrir sýninguna Snertitaug

Í um­sögn dóm­nefndar segir:

Mynd­listar­konan Ás­gerður Birna Björns­dóttir (f. 1990) hefur þegar markað sér sér­stöðu meðal ungra lista­manna með því að varpa fram á­leitnum vanga­veltum um fram­tíðina og takast á við þær spurningar sem eru hvað mest knýjandi í sam­tímanum og varða sam­spil manns og náttúru.

Sýning hennar Snertitaug vakti verð­skuldaða at­hygli. Sólar­raf­hlöður utan á safn­byggingunni knúðu mynd­bands­verk á LED skjám sem sýndu spírandi val­hnetur og kar­töflur. Birtu­skil­yrði og veður­far stýrðu því hvernig sýningin birtist frá degi til dags. Bláar plast­snúrur sem fluttu raf­orku frá sólinni til tækjanna í inn­setningunni héngu á veggjum salarins og kölluðu fram hug­hrif um líf­rænar taugar. Einnig voru kar­töflur og val­hnetur að störfum við spírun í litlum plast­vösum á veggjum og fylgdu sinni eigin köllun og hlut­verki í hinni ei­lífu hring­rás efnisins. Í hvítu rýminu bjó létt­leiki og viss glað­værð, blönduð undrun og ugg, and­spænis galdri náttúrunnar. Í verkinu var að finna beinan sam­runa hins líf­ræna og hins staf­ræna sem vakti á­horf­endur til um­hugsunar um það hvernig mörk þessara tveggja sviða verða sí­fellt ó­ljósari. Að mati dóm­nefndar var sýningin á­hrifa­mikil og virkni tækjanna og starf­semi líf­veranna, sem á sér stað að stórum hluta handan beinnar skynjunar mannsins, beindi sjónum að grunn­eigindum lífs og vaxtar á jörðinni og oft á tíðum klunna­legra að­ferða mannsins til þess að virkja þessa orku og stýra henni.

Ragn­heiður Jónsdóttir fæddist árið 1933 í Reykja­vík og ólst upp í Þykkva­bænum.
Fréttablaðið/Valli

Ragn­heiður Jóns­dóttir, heiðurs­viður­kenning fyrir ein­stakt fram­lag til íslenskrar mynd­listar

Í um­sögn mynd­listar­ráðs segir:

Ragn­heiður Jóns­dóttir hefur markað djúp spor í ís­lenska lista­sögu með á­hrifa­ríkri beitingu tækni í teikningu, fyrst í grafík­verkum og síðar í sér­lega stór­brotnum og á­hrifa­ríkum teikningum. Ragn­heiður fæddist árið 1933 í Reykja­vík og ólst upp í Þykkva­bænum. Hún var komin á fer­tugs­aldur þegar hún byrjaði fyrst að láta að sér kveða á sviði mynd­listar. Hún hélt sína fyrstu einka­sýningu árið 1968 og hefur átt ó­slitinn feril síðan þá.

Svart­listin, grafíkin, var það list­form sem Ragn­heiður lagði helst stund á fyrstu árin á ferli sínum. Undir lok sjöunda ára­tugarins vaknaði á­hugi á að efla að­ferðir til list­sköpunar sem ekki höfðu notið virðingar í sögu­legu sam­hengi. Grafíkin var tjáningar­máti sem margir lista­menn til­einkuðu sér á þessum tíma og varð áttundi ára­tugurinn blóma­tími ís­lenskrar svart­listar. Lista­konur, eins og Ragn­heiður, beittu sér sér­stak­lega á þessu sviði. Ein skýring þess er að viður­kenndir miðlar, eins og mál­verk og högg­mynda­gerð, áttu sér langa sögu sem snerist að mestu um list­sköpun karl­manna. Grafíklistin gaf því færi á tjáningu sem var að sumu leyti óháð þeirri hefð. Ragn­heiður til­einkaði sér frá upp­hafi fjöl­breyttar og vandaðar að­ferðir við gerð grafík­verka og náði miklum árangri í að þróa tæknina á per­sónu­legan hátt. Fyrir vikið varð hún leiðandi, jafnt innan lands sem utan, í eflingu og skilningi á svart­list sem miðli.

Það er vegna marg­háttaðs fram­lags Ragn­heiðar til ís­lensks mynd­listar­vett­vangs sem þessi verð­laun eru veitt. Hún hefur hafið veg teikningar og svart­listar í ís­lenskri mynd­list til vegs og virðingar. Marg­þættur og fjöl­breyttur mynd­heimur svart­listar­verka hennar er ein­stakur, hvernig hún byggir upp kven­læga sýn og töfra­raun­sæi á grunni teikningar og prent­listar. Á seinni árum hefur hún tekið teikninguna föstum tökum í stór­brotnum mynd­verkum þar sem náttúru­sýnin er tjáð í reynd, í sterkri nánd og mikil­virkri á­ferðar­teikningu. Það er á þessum fjöl­breytta grunni sem mynd­listar­ráð hefur á­kveðið að heiðra Ragn­heiði Jóns­dóttur fyrir lífs­starf hennar í þágu ís­lenskrar mynd­listar og menningar.

Dóm­nefnd Ís­lensku mynd­listar­verð­launanna 2023 skipa:

  • Ás­dís Spanó, for­maður dóm­nefndar (Mynd­listar­ráð)
  • Jón Proppé (full­trúi safn­stjóra ís­lenskra safna)
  • Sig­rún Hrólfs­dóttir (Sam­band ís­lenskra mynd­listar­manna)
  • Hall­dór Björn Runólfs­son (List­fræða­fé­lag Ís­lands)
  • Unnar Örn (Lista­há­skóli Ís­lands)

Mynd­lista­ráð á­kvarðar hverjir hljóta heiðursviður­kenning, sam­sýning ársins, endur­lit ársins og viður­kenning á út­gefnu efni. Mynd­listar­ráð skipa:

  • Ás­dís Mercedes Spanó for­maður, skipuð án til­nefningar
  • Anna Jóhanns­dóttir vara­for­maður, til­nefnd af Lista­safni Ís­lands
  • Margrét Elísa­bet Ólafs­dóttir, til­nefnd af List­fræða­fé­lagi Ís­lands
  • Hlynur Helga­son, til­nefndur af Sam­bandi ís­lenskra mynd­listar­manna
  • Katrín Elvars­dóttir, til­nefnd af Sam­bandi ís­lenskra mynd­listar­manna