Bandaríska fegurðardrottningin og fyrirsætan R’Bonney Nola fór með sigur af hólmi í fegurðarsamkeppninni Miss Universe sem fór fram í New Orleans í Bandaríkjunum í nótt.
Hrafnhildur Haraldsdóttir, yngsta fegurðardrottning Íslands, komst ekki á pall en keppnin endaði með þeim hætti að Bandaríkin, Venesúela og Dóminíska lýðveldið kepptu um fyrsta sætið og fór, eins og áður sagði, bandaríski keppandinn með sigur af hólmi.
Hrafnhildur var krýnd Miss Universe Iceland í ágúst í fyrra. Hún er aðeins 18 ára gömul og er ein yngsta fegurðardrottning Íslands.
Hér að neðan má sjá mynd af nýrri drottningu og myndband af stemningunni eftir að hún var krýnd.