Sóttvarnastíflur munu bresta svo um munar í kvöld, þegar þrenn langþráð framhaldsskólaböll verða haldin í Reykjavík þegar nemendur Menntaskólans í Reykjavík og Kvennó bregða undir sig betri fætinum, auk

þess sem Tækniskólinn verður með nýnemaball í samstarfi við nemendafélög fjölbrautaskólanna í Breiðholti og Ármúla. Sólrún Dögg Jósefsdóttir, inspector scholae, staðfesti í samtali við Fréttablaðið að eðli

málsins samkvæmt væru MR-ingar í bullandi peppi fyrir kvöldinu, enda streymdu þeir í skólabókasafnið Íþöku í gær til þess að þreyta hraðpróf sem menntskælingarnir þurfa að standast til að fá að djamma.

MR-ingar þustu í Íþöku í gær fyrir skrall kvöldsins.
Fréttablaðið/Ernir

Kvennskælingar engu minna spenntari

Spennan var engu minni í Kvennó þar sem fjörið mun bókstaf lega freyða. „Ballið er froðu rave þannig við erum með froðuvél, þannig að það er sápa og stemmning,“ segir Hekla Dís Kristinsdóttur,

forseti nemendafélagsins Kveðjunnar. „Það eru allir ótrúlega spenntir að það sé loksins ball og að vera orðin nokkuð frjáls aftur,“ segir hún um nemendurna, sem munu mæta til leiks málaðir með neon-litum.

Aðspurð segir hún alla nemendur þurfa að fara í hraðpróf fyrir ballið en þau fóru fram hjá Öryggismiðstöðinni. „Svo er edrúpottur þar sem allir þurfa að blása þegar þeir mæta og þeir sem fá jákvætt geta

unniðflotta vinninga. Þetta ýtir undir edrúmennsku, “ segir hún bjartsýn.“

Fréttablaðið/Ernir
Fréttablaðið/Ernir