Thomas Mark­le, faðir Meg­han Mark­le, biðlar til hennar og prins Harry í við­tali við 60 minu­tes um að fá að hitta nýtt barna­barn sitt, Lilli­bet.

Mark­le hefur ekki hitt dóttur sína í um þrjú ár og grát­biður hana, í stiklu fyrir við­talið, að fyrir­gefa sér en á sama tíma hótar hann þó að opin­bera leyndar­mál hennar.

Meg­han hætti að tala við hann í að­draganda brúð­kaups hennar og Harry eftir að hann varð upp­vís að því að stilla upp myndum fyrir gulu pressuna.

Hann segir í stiklunni að hann sé orðinn ör­væntingar­fullur og vilji ekkert frekar en að „vopna­hléi“ verði lýst yfir.

Spurður hvernig hann heyrði af fæðingu Lilli­bet segir hann að hann hafi heyrt um fæðinguna í fjöl­miðlum, hafi ekki einu sinni fengið sím­tal eða skila­boð.

„Ég verð mjög von­svikinn ef ég fæ ekki að halda á barna­barninu mínu,“ segir hann.

Greint er frá á breska miðlinum Mirror. Við­talið verður sýnt á sunnu­dag á 60 Minu­tes Austra­li­a.