Hinn tuttugu ára gamli Jaswant Sing­h Chail hefur verið á­kærður fyrir land­ráð. Hann braut sér leið inn á lóð Windsor kastala með lás­boga og hafði áður hótað að myrða Elísa­betu Bret­lands­drottningu.

Inn­brotið átti sér stað í desember síðast­liðnum. Var Jaswant, sem þá var ní­tján ára gamall vistaður á geð­deild í kjöl­farið.

Nú hefur breska lög­reglan lokið rann­sókn sinni vegna málsins og hefur verið á­kveðið að sækja piltinn til saka fyrir brot gegn breskum lögum um land­ráð frá 1842. Þau brot fela í sér að vera „vopnaður skot­vopni með það að mark­miði að skaða hennar há­tign.“

Jaswant braust inn á lóð drottningarinnar á jóla­dag í fyrra. Hann var vopnaður lás­boga og hafði jafn­framt tekið Snapchat myndir af sér þar sem hann var með skíða­grímu á sér og bogann. Hryðju­verka­deild lög­reglunnar hefur rann­sakað til­drög og or­sakir inn­brotsins.

Mynd sem maðurinn birti á Snapchat áður en hann hélt í leiðangurinn til drottningarinnar.
Fréttablaðið/Skjáskot