Fyrr­verandi Bachelor kynnirinn Chris Har­ri­son krafðist 25 milljón dollara út­borgunar eftir að hann var rekinn úr þáttunum og hótaði þátta­stjórn­endum því að deila öllum ljótustu leyndar­málunum þeirra ef hann fengi ekki upp­hæðina. Þetta er full­yrt í um­fjöllun Pa­geSix.

Eins og Frétta­blaðið greindi frá í gær er Har­ri­son nú al­farið hættur í þáttunum. Hann var látinn fara tíma­bundið í vor eftir að hafa gert lítið úr kyn­þátta­for­dómum Bachelor keppandans Rachael Kirkconnell.

„Hann er með rúm­lega 20 ára skít í höndunum,“ segir heimildar­maður innan ABC sjón­varps­stöðvarinnar við banda­ríska miðilinn. „Í stað þess að gefa þeim rós ætlaði hann að lög­sækja þá og til­greina allt það sem átti sér stað bak­við tjöldin.“

Segja heimildar­menn miðilsins að Bachelor sé líf kynnisins fyrr­verandi. Hann hafi ekki ætlað sér að láta kné­setja sig án bar­áttu. „Hann vildi ekki sleppa takinu. Hann er mjög sorg­mæddur yfir því að yfir­gefa þættina og þetta hafa verið mjög erfiðar samninga­væður undan­farnar vikur.“

Heimildar­maðurinn segir að samninga­við­ræður við Har­ri­son hafi verið mun dramatískari en Bachelor eða Bachelorette verði nokkurn tímann. „Hann veit um fullt af ó­æski­legri hegðun á setti: rifrildi milli keppanda, vand­ræða­hegðun og eitur­lyfja­notkun sem og kvartanir frá fram­leið­endum þáttanna sem stjórnar­menn ABC skófluðu undir teppi,“ segir heimildar­maðurinn.

„Hann var reiðu­búinn að segja allan sann­leikann um það hvernig kaupin raun­veru­lega gerast á eyrinni og hann var með fullt af sönnunar­gögnum sér til halds og trausts,“ segir hann. Har­ri­son kvaddi Bachelor þjóðina á Insta­gram í gær og þar var fullt af valin­kunnum kepp­endum sem lýstu yfir stuðningi við kynninn fyrr­verandi, meðal annars Peter Weber og Zac Clark.