Líf og fjör var í borginni um helgina vegna Listahátíðar sem nú stendur yfir. Margt var um manninn í miðbæ Reykjavíkur sem meðal annars mátti sjá gjörning fyrir utan Stjórnarráðið. 

Þar klæddust þáttakendur fötum frá árinu 1918 og minntust þannig fortíð Íslendinga á hundrað ára afmæli fullveldisins. Þáttakendur voru ansi skrautlegir og vakti gjörningurinn mikla athygli gesta, enda búningarnir skrautlegir.