Lengi lifir í gömlum glæðum og nú eru gömlu góðu Abba glóðin orðin að risabáli. Samfélagsmiðlar loga og þeir sem dilluðu sér við dásamlega tóna bandsins forðum daga geta ekki beðið eftir að halda í enn eitt ferðalagið með hljómsveitinni.

Abba Voyage fer í loftið rétt fyrir klukkan fimm en búist er við að Abba tilkynni þar um nýja 10 laga plötu. Það er þó enn allt á huldu. Eina sem vitað er að útsendingin byrjar klukkan 16:45 og á Youtube síðunni segir; Taktu þátt í sögulegu streymi.