Hörður Björgvin Magnússon og kona hans Móeiður Lárusdóttir eru ekki á leið heim þrátt fyrir að hann sé að yfirgefa CSKA Mosvku sem hann hefur spilað fyrir frá árinu 2018.

Greint var frá því í kvöld á vef félagsins að Hörður væri að yfirgefa félagið og Móeiður tilkynnti svo síðar í kvöld að það þýddi alls ekki að þau væru á heimleið. Parið á eina dóttur saman og á von á annarri í sumar.

„Til að svara öllum … nei við erum ekki að flytja heim, það sem er svo skemmtilegt við þetta fótboltalíf er að við vitum ekki hvað tekur við núna og hvar við munum búa,“ segir Móeiður í story á Instagram.

Móeiður segir þau ekki á leið heim, en að það sé hluti af fótboltalífinu.
Skjáskot/Instagram

Félagið tilkynnt í dag að Hörður væri að fara.