HönnunarMars 2020 átti að fara fram í lok marsmánaðar eins og undanfarin ellefu ár, en vegna Covid-19 faraldursins var hátíðinni frestað til 24.-28. júní. Hátíðin verður með breyttu sniði í ár og að gefnu tilefni munu stórir og mannmargir viðburðir sem hafa verið fastir liðir hátíðarinnar​ bíða til ársins 2021.

Dagskráin í ár er hins vegar einstaklega fjölbreytt og forvitnileg. Á morgun hefst hátíðin formlega og nóg verður um að vera.

Torg í speglun

Verkið torg í speglun verður afhjúpað á Lækjartorgi klukkan 18. Verkið sem er 6 metra langt, 4 metra hátt og 4 metra breitt, endurspeglar nærumhverfi sitt og þá einstaklinga sem verkið skoða og geta þar af leiðandi áhorfendur upplifað sjálfa sig og umhverfið á nýjan hátt frá mismunandi sjónarhornum. Arnar Ingi Viðarsson og Valdís Steinarsdóttir eru hönnuðurnir á bakvið verkið en það er unnið af í samvinnu við Reykjavíkurborg og verður sett upp á Lækjartorgi sumarið 2020 sem hlið á milli Bankastrætis og Austurstræti.

Eftir það tekur við partý á Hafnartorgi á Kolagötu á nýju göngugötunni, þar sem 5 sýningar eru að opna.

Hafnartorg

Fjölbreyttar sýningar verða á Hafnartorgi en hönnuðir hafa tekið yfir tóm rými í þessu nýja og spennandi svæði í 101 Reykjavík.

í Plöntugarðinum er sýnd ný uppfinning, vél, sem hegðar sér og vex eins og hengiplanta. Hún er útbúin strimlaprentara og ljósnema, gengur fyrir rafmagni og er stjórnað af ljósi.
Halldór Eldjárn

Ásmundarsalur

Opnunarhóf Ásmundarsals á HönnunarMars hefst klukkan 20:00.
Þá opna sýningarnar „Making Waves“ með Genki Instruments, „Corruagation Lights“ eftir Theodóru Alfreðs og Tino Seubert og „Plöntugarðurinn" með Halldóri Eldjárn. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ávarpar gesti og eftir það taka við tónleikar með Hermigervil og Genki Instruments og garðpartý ef veður leyfir.

Ýrúarí endurhannar peysur og sýnir í Rauðakrossbúðinni við Hlemm
Ýrúarí

Ýrúrarí

Ýrúarí verður með opnun á sýningu sinni „Peysa með öllu" á morgun í Rauðakrossbúðini við Hlemm. Sérstök forvarnatískusýning verður haldin laugardaginn 27. júní.

Peysurnar fara í göngutúr niður Laugarvegin á kosningardeginum 27.júní í forvarnartískusýningu undir listrænni stjórnun sviðslistarkonunar Snæfríðar Sólar. Sýningunni lýkur svo með glæsibrag í nýjum húsakynnum FLÆÐI i Kolaportinu tímalega á slaginu 3.“

Allir ættu að geta fundið eitthvað sitt hæfi en dagskrá hátíðarinnar í heild sinni er að finna hér.