Bæjarráð Garðabæjar samþykkti á fundi sínum í dag að veita knattspyrnumanninum Hólmari Erni Eyjólfssyni leyfi til að byggja við einbýlishús hans í sveitarfélaginu.

„Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Hólmari Erni Eyjólfssyni leyfi til byggja við núverandi einbýlishús.“

Húsið var keypt fyrr á þessu ári en það er 215 fermetrar á einni hæð ásamt frístandandi bílskúr.

Á dögunum kom fram á vef Fréttablaðsins að Hólmar og eiginkona hans, Jóna Vestfjörð Hannesdóttir, væru búin að setja íbúðina sína í Garðabænum til sölu.

Þá seldu hjónin hús sitt í Þrándheimi í lok síðasta árs eftir að Hólmar samdi við norska stórveldið Rosenborg um starfslok. Hann leikur þessa dagana með Val í Bestu deild karla.